143. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
143. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfandi framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kjör varaformanns í stað Gylfa Þorkelssonar, formaður lagði til sem varaformann Torfa Áskelsson.
Var samþykkt samhljóða.
Snorri Finnlaugsson D-lista leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 'Uppbygging eldri gatna'.
Var samþykkt samhljóða
Dagskrá:
- 1. 0603049 - Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka
Formaður kynnti og lagði fram skýrslu frá VGK HÖNNUN um nýtingu flóðasvæðis á Eyrarbakka til byggingar ásamt því sem staðgengill framkvæmdastjóra skýrði einnig frá og svaraði fyrirspurnum.
Nefndin lagði til að niðurstöður VGK HÖNNUNAR verði hafðar til hliðsjónar við uppbyggingu á svæðinu. - 2. 0710119 - Lóð við Leikskólann Árbæ
Staðgengill framkvæmdastjóra útskýrði stöðu á lóð við Leikskólann Árbæ.
Nefndin lagði til að staðgengill framkvæmdastjóra leitist við að finna lausn á vandamáli og leysi það. - 3. 0710093 - Hitaveitulagnir í Eystra - Stokkseyrasel
Staðgengill framkvæmdastjóra lagði fram bréf frá Búgarðabyggð ehf. með ósk um að lögð verði hitaveita að 21 lögbýli sem fyrirhugað er að stofna á jörðinni Eystra -Stokkseyrarsel.
Nefndin felur staðgengil framkvæmdastjóra að kanna málið nánar og leggja fyrir stjórn. - 4. 0709125 - Heitavatnsborun Ósabotnum
Formaður kynnti stöðu á heitavatnsborunum í Ósabotnum en rannsóknum á holunni er ekki að fullu lokið en borverkinu sjálfu er lokið. - 5. 0705140 - Framkvæmdalisti 2007
Staðgengill framkvæmdastjóra kynnti framkvæmdalista hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum. - 6. 0703145 - Aldursdreifing íbúa Árborgar
Staðgengill framkvæmdastjóra kynnti íbúafjölda í Árborg ásamt nánari aldursdreifingu.
Í dag 8. nóvember er alls 7547 íbúar í Árborg og skiptist þannig:
Á Selfoss eru skráðir 6239
Á Eyrarbakka 588
Á Stokkseyri 564
Í Sandvík 146
Óstaðsettir eru 10
- 7. 0608007 - Umsagnir stofnana um tillögur sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri
Formaður lagði fram til kynningar umsögn Siglingastofnunar.
Afgreiðslu málsins frestað en ákveðið að afla frekari gagna fyrir næsta fund. - 8. 0708107 - Frágangur á opnum svæðum i miðkjörnum Eyrarbakka og Stokkseyrar, tillaga bæjarfulltrúa D-lista, vísað til framkvæmda- og veitustjórnar á 65. fundi bæjarráðs
Rædd var tillaga á frágangi á svæðum í miðkjörnum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Nefndin leggur til að skipulags- og byggingafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra að afla gana varðandi eignarhald á lóðum, lóðamörk, hverfisvernd og umhverfi nýju skólabyggingarinnar ásamt tillögur og hugmyndir sem eru til um málið.
- 9. 0711048 - Uppbygging eldri gatna
Frá fulltrúum D-lista
Uppbygging eldri gatna í ÁrborgFramkvæmda- og veitustjórn samþykkir að endurskoða og gera áætlun um uppbyggingu eldri gatna í Árborg. Yfirmenn framkvæmda- og veitusviðs skili tillögum um slíka áætlun til framkvæmda- og veitustjórnar á næsta fundi. Framkvæmda- og veitustjórn beinir því til bæjarráðs að gera ráð fyrir fjármunum til verksins strax á næsta ári og svo reglulega í þriggja ára áætlun.
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Greinagerð:
Margar eldri götur í sveitarfélaginu er illa farnar sem og lagnir undir þeim. Nokkrar þessara gatna eru fjölförnustu götur byggðalaganna og því mikilvægt að ganga strax til verks áður en slys og tjón hlýst af umferð um þessar götur. Lagnir undir þessum götum eru mikilvægar tugum heimila og varanlegar skemmdir á þeim geta valdið raski á þessum heimilum sem hægt er að komast hjá. Kostnaður við uppbyggingu gatnanna er mikill og því mikilvægt að forgangsraða og byrja strax.
Tillaga var feld með 3 atkvæðum B-S- og V- lista gegn tveim atkvæðum D-lista
Formaður gerði grein fyrir atkvæðum B-,S- og V- lista.
Nú þegar er í gangi vinna við uppbyggingu eldri gatna í tengslum við fjárhagsáætlun 2008 þar sem verður tekið myndarlega á þessum málaflokki og stefnumótun gerð til næstu ára.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
Þorvaldur Guðmundsson
Guðni Torfi Áskelsson
Sigurður Ingi Andrésson
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
Rósa Sif Jónsdóttir