Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.6.2013

144. fundur bæjarráðs

144. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. júní 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs. Var það samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar

 

28. fundur haldinn 6. júní

 

-liður 3, 1306012, reglur Sveitarfélagsins Árborgar um greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. Bæjarráð samþykkir reglurnar.

-liður 4, 1304003, reglur um félagslega liðveislu. Bæjarráð samþykkir reglurnar.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

226. fundur haldinn 21. maí

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

3.

1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

806. fundur haldinn 31. maí

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1301198 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands

 

149. fundur haldinn 3. júní

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1302190 - Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs

 

Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, verði formaður bæjarráðs og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, varaformaður. Var það samþykkt samhljóða.

 

   

6.

1304347 - Beiðni Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, um umræður varðandi framsetningu greinargerðar ársreiknings fyrir árið 2012

 

Rætt var um framtíðarframsetningu skýringa við tölulegar upplýsingar í greinargerð með ársreikningi sveitarfélagsins.

 

   

7.

1305207 - Viðbótarstörf fyrir 17 - 20 ára ungmenni

 

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar, kr. 2.250.000,- við ráðningu fimm einstaklinga á aldrinum 17-20 ára í sumarstörf.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1306003 - Nýsköpunarverðlaun 2013 og nýsköpunarráðstefna 2014

 

Lagt fram.

 

   

 

Bæjarráð þakkar aðstandendum hátíðarinnar Kótelettunnar 2013 og fyrirtækjum sem studdu við hana fyrir vel heppnaða hátíð.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:12. 
 
  

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica