145. fundur bæjarráðs
145. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 27. júní 2013, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
37. fundur haldinn 11. júní |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
7. fundur haldinn 12. júní |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
3. |
1301009 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
34. fundur haldinn 13. júní |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
4. |
1305113 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2013 |
|
11. fundur haldinn 7. maí Fyrirspurn til bæjarráðs |
||
-liður 1, göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, unnið er eftir aðalskipulagi sveitarfélagsins, rætt hefur verið við landeigendur og hagsmunaaðila, reynt er að hraða málinu eins og kostur er á. -liður 2, félags- og æskulýðsmál, frá og með 1. júní s.l. er frítt í strætó fyrir börn og ungmenni. Vilji bæjarráðs er að taka tillit til sem flestra hvað varðar tímasetningar strætó vegna íþróttaæfinga. Vegna þess samþykkir bæjarráð að ræða við Strætó um breytingu á tímatöflu. -liður 3, ruslasöfnun innan Eyrarbakka, byggingarfulltrúa er falið að fara yfir stöðu stöðuleyfa vegna gáma. Afstaða til stöðuleyfa er tekin í hverju máli fyrir sig. |
||
|
||
5. |
1302051 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2013 |
|
13. fundur haldinn 4. júní |
||
-liður 1, veiðar á kanínum, beðið er afgreiðslu Umhverfisráðuneytis á umsókn um leyfi til að veiða kanínur. -liður 2, akstursleið strætó, viðræður hafa farið fram og gert er ráð fyrir að niðurstaða líti dagsins ljós með vetraráætlun. -liður 5, framkvæmdir við göngustíga, bæjarráð vísar málinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
|
||
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
||
6. |
1306088 - Beiðni um aukafjárveitingu til Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna endurnýjunar á tölvum. |
||
|
||
7. |
1306089 - Beiðni Frjálsíþróttasambands Íslands um stuðning vegna kaupa á rafmagnstímatökutækjum |
|
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á rafmagnstímatökutækjum, kr. 450.000, með þeim fyrirvara að öll þau sveitarfélög sem erindinu er beint til taki þátt. |
||
|
||
8. |
1306045 - Beiðni Gatnamóta ehf um heimild til að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags - gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
9. |
1306087 - Kaup á landi úr Flóagafli |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við landeiganda. |
||
|
||
10. |
1304084 - Rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl 2013 |
|
Lagt var fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu fjóra mánuði ársins. |
||
|
||
11. |
1305183 - Beiðni stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna um fund með bæjarstjórn Árborgar |
|
Forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins munu funda með stjórn samtakanna |
||
|
||
12. |
1306073 - Beiðni um endurnýjun samnings við Tónkjallarann 2013 - 2014 |
|
Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninginn við Tónkjallarann miðað við að allt að sex nemendur með lögheimili í sveitarfélaginu stundi nám í Tónsmiðju Suðurlands. Bæjarráð vísar beiðni um fjölgun nemenda til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. |
||
|
||
13. |
1206085 - Umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28 |
|
Minnisblað Lögmanna Suðurlandi |
||
Lagt var fram minnisblað Lögmanna Suðurlandi, sem sent verður hagsmunaaðilum. Byggingarfulltrúa er falið að fara yfir umgengnismál og að rekstraraðili valdi nágrönnum ekki óþarfa ónæði. |
||
|
||
14. |
1209043 - Rekstrarleyfisumsókn - Matur og músík Tryggvagötu 40 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
15. |
1306108 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - Fjallkona sælkerahús ehf., Austurvegi 21 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
16. |
1306110 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Kvikmyndafélagið ehf., Selfossbíó |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
17. |
1303249 - Húsaleigusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Selfossveitinga ehf um leigu Tryggvaskála, dags. 20. júní 2013 |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
||
|
||
18. |
1306125 - Gatnagerðargjöld af viðbyggingu við húsnæði bjsv. Bjargar, Eyrarbakka |
|
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 2.178.000 vegna styrks til Björgunarsveitarinnar Bjargar til að mæta kostnaði við gatnagerðargjöld af viðbyggingu við húsnæði sveitarinnar. Enginn kostnaður fellur á sveitarfélagið við gatnagerð vegna viðbyggingar. |
||
|
||
19. |
1306124 - Beiðni um styrk vegna Bryggjuhátíðar 2013 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um að auka framlög til hátíðarinnar umfram það sem er í fjárhagsáætlun, þ.e. 200.000 kr. |
||
|
|
|
20. |
1306123 - Tillaga um að hundasleppisvæði sveitarfélagsins verði staðsett sunnan við Hellismýri |
|
Bæjarráð samþykkir að hundasleppisvæði verði sunnan við Hellismýri, þ.e. við Breiðamörk 6. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
21. |
1306083 - Styrktarsjóður Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, tilkynning um að opnað hafi verið fyrir styrkumsóknir |
|
Lagt fram. |
||
|
||
22. |
1306090 - Erlend lán Sveitarfélagsins Árborgar hjá Íslandsbanka hf. |
|
Lagt fram bréf Íslandsbanka dags. 6. júní 2013 um lögmæti erlendra lána. |
||
|
||
23. |
1306067 - Erindi SASS til aðildarsveitarfélaga dags. 11. júní 2013 varðandi styrki til atvinnulífs og stefnu í atvinnumálum |
|
Lagt fram. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Undirrituð leggur til að haldið verði áfram vinnu við stefnumótun í atvinnumálum í sveitarfélaginu í samræmi við tillögu sem flutt var á 21. fundi bæjarstjórnar 9. nóvember 2011. Arna Ír Gunnarsdóttir. |
||
|
||
24. |
1306085 - Ársskýrsla 2012 - Byggðasafn Árnesinga |
|
Skýrslan var lögð fram. |
||
|
||
25. |
1306097 - Bókun fundar hreppsnefndar Hrunamannahrepps dags. 6. júní 2013 vegna Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
Lagt fram. |
||
|
||
26. |
1306075 - Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um námsferð til Skotlands 3. - 5. september 2013 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:55.
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir