146. fundur þjónustuhóps aldraðra
146. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn miðvikudaginn 6. september 2006 kl.09.00 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Mættir: Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Þorgerður J. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi eldri borgara.
1. Ný sýn – nýjar áherslur, áherslur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Þjónustuhópurinn lýsir ánægju sinni með áherslur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og tillögur nefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu heildstæðrar öldrunarþjónustu á Suðurlandi.
2. Fjölgun vistrýma í dagdvöl í Árborg.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimilar fjölgun um 2 almenn dagvistarrými í Árborg frá og með 1. september 2006.
Þjónustuhópurinn harmar þessa veitingu, en sótt var um rými fyrir 5 og þá sérstaklega 2 – 3 rými fyrir heilabilaða, en ekkert leyfi er fyrir þann hóp í dagdvöl aldraðra í Árborg
3. Næsti fundur verður 20. sept. kl. 9 – 11
Árni Guðmundsson víkur af fundi.
4. Vistunarmat fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið kl. 11:05
Egill Rafn Sigurgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Þorgerður J. Guðmundsdóttir
Árni Guðmundsson