146.fundur bæjarráðs
146. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 11. júlí 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, boðaði forföll.
Formaður leitað afbrigða til að taka á dagskrá styrkumsókn og beiðni um umsögn um rekstrarleyfi. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar
1. 1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands,ásamt fundarboði
227. fundur 26.06.2013
Fundargerðin lögð fram.
2. 1301198 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
150.fundur 28.06.2013
Fundargerðin lögð fram.
3. 1304220 - Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga ásamt árlegum upplýsingum um
fiskirannsóknir, veiði og seiðasleppingar
Fundargerðin lögð fram.
4. 1307032 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar
10.04.2013
íbúafundur 18.04.2013
Fundargerðirnar lagðar fram.
Almenn afgreiðslumál
5. 1306106 - Beiðni um staðsetningu fyrir "skatepark" í Árborg
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar.
6. 1204105 - Málefni Leigubústaða Árborgar ehf
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að afla heimildar félags- og húsnæðismálaráðherra til að breyta rekstrarformi Leigubústaða Árborgar ehf í sjálfseignarstofnun sem sveitarfélagið færi með stjórn á, ekki eru áform um sölu á félaginu til annarra aðila.
7. 1307033 - Beiðni um umsögn um umsókn um starfsleyfi, Steinskot, heimagisting
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
8. 1307038 - Tillaga um styrk til Fischersetur vegna fræðslustarfs í grunnskólum
Lagt var fram erindi frá forsvarsmönnum Fischerseturs varðandi stuðning við stofnun safnsins. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna styrks til Fischerseturs á Selfossi að fjárhæð kr. 250.000 til fræðslu og kennslu í skák til grunnskólabarna í sveitarfélaginu. Fræðslustjóra er falið að útfæra fræðsluþáttinn.
9. 1307063 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í keppni á heimsmeistaramóti í hestaíþróttum
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
10. 1307051 - Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, Mundubúð ehf vegna Rauðahússins
á Eyrarbakka
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið
Erindi til kynningar
11. 1307015 - Staðfesting innanríkisráðuneytisins á samþykkt um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Árborgar
Erindi ráðuneytisins lagt fram.
12. 1307001 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana
sveitarfélaga 2014
Lagt fram til kynningar.
13. 1306132 - Sumarátak Saman hópsins 2013, hvatning til samveru fjölskyldunnar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til forvarnahópsins.
14. 1307034 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um samþykktir sveitarfélaga og
byggingarmál
Bæjarráð vísar minnisblaði um byggingarmál í samþykktum sveitarfélaga til skipulags- og byggingarnefndar.
Bæjarráð færir þátttakendum, aðstandendum og sjálfboðaliðum þakkir fyrir frábært starf og framkvæmd 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi. Undirbúningur og framkvæmd tókst frábærlega vel og var öllum hlutaðeigandi til mikils sóma.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:25.
Eyþór Arnalds
Eggert V. Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir