147. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
147. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 27. mars 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Ari Már Ólafsson, varamaður D-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður
Dagskrá:
- 1. 0803007 - Beiðni um úrbætur á opnum salernum í Vallaskóla
Framkvæmda- og veitustjórn þakkar ábendinguna. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum í verkefnið í fjárhagsáætlun og verður því ekki farið í þessa framkvæmd á árinu. Ýmis önnur verkefni í skólanum, sem snúa að nemendum, eru ekki síður brýn en þetta. Framkvæmda- og veitustjórn beinir því til Fjölskyldumiðstöðvar að málið verði rætt innan skólans og brugðist við því þar. - 2. 0801166 - Framkvæmdalisti 2008
Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum. - 3. 0803110 - Samningar vegna Eystra Stokkseyrarsels
Formaður kynnti drög að samningum vegna stofnlagna hita- og vatnsveitu við forsvarsmenn Eystra Stokkseyrarsels.
- 4. 0803111 - Staða framkvæmda ÓS-2
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda við ÓS-2. Þar sem til standa framkvæmdir við dælistöð. - 5. 0803112 - Skýrsla frá ÍSOR
Formaður kynnti skýrslu frá ÍSOR um kaldavatnsöflun í Ingólfsfjalli.
Framkvæmdastjóra og formanni er falið að ræða við forsvarsmenn ÍSOR um skýrsluna.
Stjórn samþykkir að fara ásamt varamönnum í skoðunarferð í maí og skoða helstu veitumannvirki í sveitafélaginu. - 6. 0801167 - Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008
26. mars 2008 eru 7.676 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6.349
Í Sandvík 162
Á Eyrarbakka og dreifbýli 610
Á Stokkseyri og dreifbýli 544
Óstaðsettir 11
Þorvaldur Guðmundsson |
|
Sigurður Ingi Andrésson |
Margrét Magnúsdóttir |
|
Ari Már Ólafsson |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Guðmundur Elíasson |
Unnur Edda Jónsdóttir |
|
|