Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.8.2013

147. fundur bæjarráðs

147. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 1. ágúst 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

56. fundur haldinn 10.júlí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

38. fundur haldinn 16. júlí

 

-liður 11, 1106045, tillaga að breyttu aðalskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni:

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júlí sl. Tillagan er því samþykkt.

Athugasemdir bárust við tillöguna frá Guðrúnu Thorsteinsson og Símoni Ólafssyni.

Framkomnum athugasemdum er hafnað með eftirfarandi rökstuðningi:

Athugasemdir Guðrúnar Thorsteinsson og Símonar Ólafssonar.

 

1)      Athugasemd um auglýsingar á lýsingu breytingartillagnanna.

 

Gerðar eru athugasemdir við auglýsingu á lýsingu breytingartillagnanna.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg bendir á að frestur til að koma með ábendingar vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytingunni rann út þann 10. ágúst 2012.

 

2)      Athugasemdir við fyrri lýsingu skipulagsbreytingatillagna.

 

Gerð er athugasemd við orðalag í lýsingu skipulagsáætlunar sem dags. var 12. júlí 2012. 

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg bendir á að undir þessum lið er verið að gera athugasemdir við orðalag í lýsingu skipulagsáætlunar sem síðar var breytt, sbr. lýsingu frá janúar 2013. Athugasemdir þessar eiga því ekki við um hina auglýstu breytingartillögu enda orðalag þetta ekki lengur að finna í lýsingunni.

 

3)      Athugasemdir við seinni lýsingu skipulagsbreytinga

 

Gerð er athugasemd við að aðkoma að Byggðarhornsvegurinn liggi í gegnum nánast alla búgarðabyggðina að því svæði sem breytingunni er ætlað að taka til.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg bendir á að tillagan felur ekki í sér breytingu á legu Byggðarhornsvegar. Umferð mun því beinast í gegnum byggðina með sama hætti og verið hefur. Lóðir eru mjög stórar og ekki verður séð að bílaumferð aukist þar sem ekki er verið að fjölga lóðum m.v. það sem gildandi aðalskipulag heimilar nú þegar.

 

Auk þessa heimilar gildandi aðalskipulag fjölbreytta atvinnustarfsemi tengda landbúnaði í búgarðabyggðinni. Á umferðarþol svæðisins hefur ekkert reynt enda er svæðið enn nær óbyggt.

 

Gerð er athugasemd við tildrög aðalskipulagsbreytingarinnar.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg telur að athugasemd þessi varði ekki aðalskipulagið efnislega.

 

Þá er gerð athugasemd við tilgreint orðalag í lýsingu skipulagsáætlunarinnar. Gerð er athugasemd við eftirfarandi orðlaga. ”Í millitíðinni hefur einkaframkvæmd búgarðabyggðar í Byggðarhorni tvisvar orðið gjaldþrota og samningar um áframhaldandi uppbyggingu, rekstur og yfirtöku svæðisins farið í uppnám.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg telur að athugasemd þessi varði ekki aðalskipulagið efnislega.

 

Gerð er athugasemd við að það að með því að heimila athafnasvæði innan búgarðabyggðarinnar er kominn forsenda fyrir aðra athafnamenn á grundvelli jafnræðisreglu eða til að herma þetta eftir, sem er hefja rekstur í leyfisleysi og fá skipulaginu breytt eftir á.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg telur að athugasemd þessi varði ekki aðalskipulagið efnislega.

 

Þá er gerð athugasemd við þær þrjár ástæður fyrir tillögunni sem tilgreindar eru í greinargerð tillögunnar.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg stendur við þær ástæður sem gefnar eru fyrir hinni framlögðu tillögu. Framkomnar athugasemdir varða ekki efnislega aðalskipulagið og því ekki hægt að svara þeim.

 

Gerðar eru athugasemdir við texta í greinargerð með tillögunni þar sem tiltekið er að áhrif breytinga á búgarðabyggð sé óveruleg þó 5% landsins fái breytta landnotkun á jaðri reitsins.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg stendur við þennan texta í greinargerð tillögunnar. Bent er á að aðalskipulag er ekki annað en skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna sveitarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu. Aðalskipulag er þannig í eðli sínu tímabundin áætlun. Þannig getur aðalskipulag verið breytingum háð og því landnotkun einnig. Nú þegar heimilar gildandi aðalskipulag fjölbreytta atvinnustarfsemi.

 

Gerðar eru athugasemdir við texta í greinargerð með núgildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-30 og svo breytts skipulags. Gerð er athugasemd við að stærð lóða sé breytt.

 

Svar: Sveitarfélagið Árborg ítrekar það sem að framan greinir og bendir á að aðalskipulag er ekki annað en skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna sveitarfélagsins um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu. Aðalskipulag er þannig í eðli sínu tímabundin áætlun. Þannig getur aðalskipulag verið breytingum háð og því landnotkun og nýting einnig.

 

Sveitarfélagið Árborg vill þakka þann áhuga sem þeir er gerðu athugasemdir hafa sýnt aðalskipulagsvinnunni með framangreindum athugasemdum, og vonar að með þessu svari hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar vegna framkominna athugasemda, ábendinga, tilmæla og mótmæla.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þeim er gerðu athugasemdir svarbréf.

-liður 12, 1302259 tillaga að breyttu deiliskipulagi Austurbyggðar:

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júlí sl. með þeirri breytingu að hætt verði við fyrirhugað brottfall leiksvæða við Snæland og Smáraland 13 þannig að leiksvæðin haldi sér óbreytt miðað við núverandi gildandi deiliskipulag.  Tillagan er því samþykkt þannig. Gerð verður breyting á greinargerð deiliskipulagsins að teknu tilliti til þessa.

Vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbyggðar bárust athugasemdir við tillöguna í fimm tölusettum liðum.

Rétt er að taka fram að athugasemdafrestur rann út þann 1. júlí 2013. Eftir að fresturinn var liðinn barst athugasemd frá eiganda lóðarinnar að Snælandi 1-3. Ekki verður tekin afstaða til þeirra athugasemda þar sem að þær bárust of seint. 

 

Framkomnum athugasemdum er hafnað með eftirfarandi rökstuðningi:

 

1)                 Gerð er athugasemd um að stígur milli Gráhellu og Austurbyggðar er felldur niður.

Svar:   Sveitarfélagið Árborg bendir á að þrátt fyrir niðurfellingu göngustígar milli Gráhellu og Austurbyggðar eru áfram til staðar greiðfærar og vel staðsettar gönguleiðir bæði milli Gráhellu og Austurbyggðar sem og milli þeirra hverfa, hvors fyrir sig yfir í önnur íbúðahverfi í nágrenninu.

2)                 Gerð er athugasemd við verulega fækkun gönguleiða innan hverfisins.

Svar:   Sveitarfélagið Árborg bendir á að  niðurfelling tveggja göngustíga þvert í gegnum Austurbyggð og niðurfelling göngustígar milli Gráhellu og Austurbyggðar felur ekki i sér verulega fækkun gönguleiða.  Áfram eru til staðar greiðfærar og vel staðsettar gönguleiðir innan beggja íbúðahverfanna, greiðfærar gönguleiðir eru á milli Gráhellu og Austurbyggðar sem og milli þeirra íbúðahverfa, hvors fyrir sig yfir í önnur íbúðahverfi í nágrenninu.

3)                 Gerð er athugasemd við breidd gatna.  Götur í hverfinu séu mjórri en gengur og gerist í öðrum íbúðahverfum á Selfossi.

Svar:   Sveitarfélagið Árborg bendir á að umrædd breyting á deiliskipulagi felur ekki í sér neina breytingu á gildandi deiliskipulagi á breidd gatna í Austurbyggð.  Breidd gatna í Austurbyggð er í samræmi við gildandi skipulag.

4)                 Gerð er athugasemd við fækkun leiksvæða í hverfinu.

Svar:   Sveitarfélagið Árborg bendir á að umrædd breyting á deiliskipulagi felur ekki í sér fækkun leiksvæða í hverfinu, en komið er til móts við athugasemdir íbúa og gerð er sú breyting á áður auglýstri tillögu að fyrirhugað brottfall leiksvæða við Snæland og Smáraland 13 fellur út þannig að leiksvæðin haldi sér óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag.

Gerð verður breyting á greinargerð deiliskipulagsins að teknu tilliti til þessa.

5)                 Gerð er athugasemd við það að ekki er sýnd reiðleið sem tengir hesthúsahverfi við reiðleiðir sunnan og vestan við Austurbyggð þ.e. hvorki við Votmúlaveg né Eyrarbakkaveg.

Svar:   Sveitarfélagið Árborg bendir á að umrædd breyting á deiliskipulagi felur ekki í sér neina breytingu á gildandi deiliskipulagi að því er varðar reiðleiðir innan Austurbyggðar.  Ákvörðun um staðsetningu nýrra reiðleiða verður ekki tekin samhliða umræddum breytingum á gildandi deilisskipulagi.

Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á að samþykki umræddra breytinga á gildandi deiliskipulagi skerðir ekki þau stefnumið sem sett eru í gildandi aðalskipulagi, það er að skapa ákjósanleg skilyrði til heilbrigðs lífs og kjöraðstæður til uppvaxtar barna og ungmenna, þar sem fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins

Sveitarfélagið Árborg vill þakka þann áhuga sem þeir er gerðu athugasemdir hafa sýnt aðalskipulagsvinnunni með framangreindum athugasemdum, og vonar að með þessu svari hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar vegna framkominna athugasemda, ábendinga, tilmæla og mótmæla.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þeim er gerðu athugasemdir svarbréf.

 

-liður 13, 1205364, tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss:

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að fara yfir framkomnar athugasemdir.

-liður 14, 1307083, skipulagslýsing vegna deiliskipulags Holti, bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst.

-liður 15, 1302194 skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Árborgar fyrir Nýjabæ norðan Votmúlavegar, bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst.

-liður 16, 1209043, ósk um umsögn um umsókn Matar og músíkur um breytingu á rekstrarleyfi að Tryggvagötu 40, bæjarráð telur ekki ástæðu til að fara með málið í grenndarkynningu enda samrýmist vínveitingaleyfi ekki fyrri bókun bæjarstjórnar.

-liður 17, 1306117 umsögn um umsókn Fjallkonunnar Sælkerahúss um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki I, bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

-liður 18, 1307084, umsögn um umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I, bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Almenn afgreiðslumál

3.

1301058 - Kosning varafulltrúa á fund Sorpstöðvar Suðurlands

 

Bæjarráð tilnefnir Ara B. Thorarensen sem varafulltrúa á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.

 

   

4.

1307125 - Styrkbeiðni Gunnars Ólasonar- tónleikaröð með sunnlenskum söngvurum

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

5.

1307030 - Beiðni um heimild Sveitarfélagsins Árborgar til að taka upp hluta kvikmyndar á Eyrarbakka

 

Bæjarráð veitir heimild til að kvikmyndatökur fari fram á landi sveitarfélagsins á Eyrarbakka.

 

   

6.

1307096 - Átak innanríkisráðuneytisins í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda

 

Sveitarfélagið Árborg sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfsverkenfinu.

 

   

7.

0912088 - Lóðir Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, staða mála

 

Fulltrúar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, Steinn Leó Sveinsson, Guðmundur Karl Guðjónsson og Unnur Ólafsdóttir komu á fundinn.

Farið var yfir stöðu mála hvað varðar lóðamál Ræktunarsambandsins.

 

   

8.

1206085 - Athugasemdir íbúa við Hlaðavelli við umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28

 

Lagt var fram bréf frá íbúum við Hlaðavelli. Bæjarráð samþykkir að funda með forsvarsmönnum farfuglaheimilisins að Austurvegi 28.

 

   

9.

1307169 - Beiðni um aðstöðu fyrir Bifreiðaklúbb Suðurlands og Postula

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við bréfritara.

 

   

10.

1307170 - Beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna afleysinga í barnavernd hjá Félagsþjónustu Árborgar

 

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 1.160.000 kr. vegna afleysinga í barnavernd.

 

   

11.

1209127 - Staða löggæslumála

 

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í Árnessýslu. Nauðsynlegt er að fjárheimildir dugi til þess að löggæslan og sýslumannsembættið geti staðið undir lögbundnum skyldum.

 

   

Erindi til kynningar

12.

1305245 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2013

 

Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra HfSu til aðalfundar 2013

 

Lagt fram.

 

   

13.

1301338 - Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2012

 

Lagt fram.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 

Eyþór Arnalds

 

Ari B. Thorarensen

Eggert V. Guðmundsson

 

Íris Böðvarsdóttir

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica