148.fundur bæjarráðs
148. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 15. ágúst 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá ósk um fjárveitingu til endurnýjunar á þaki miðlunargeymis hitaveitu að Austurvegi 67. Var það samþykkt.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
8. fundur haldinn 9. ágúst |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1307032 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2013 |
|
Lagt fram. Bæjarráð vísar lið 6, 7, 8, og 10 til framkvæmda- og veitustjórnar. Bæjarráð felur Rósu Sif Jónsdóttur að svara öðrum liðum í fundargerð hverfisráðs. |
||
|
||
3. |
1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013 |
|
151. fundur haldinn 8. ágúst |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
4. |
1308004 - Erindi forstöðumanns Byggðasafns Árnesinga varðandi viðhaldsþörf á húseignum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka |
|
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
||
5. |
1308024 - Umsögn - drög að frumvarpi vegna breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010 |
|
Lagt fram. Bæjarráðs vísar málinu til byggingarfulltrúa. |
||
|
||
6. |
1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan |
|
Farið var yfir stöðu mála. |
||
|
||
7. |
1301198 - Kosning varamanns í stað Ástu Stefánsdóttur á aukafund Skólaskrifstofu Suðurlands 2013 |
|
Lagt er til að Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, verði fulltrúi í stað Ástu Stefánsdóttur á aukafund SKS. Var það samþykkt. |
||
|
||
8. |
1308042 - Miðlunargeymir hitaveitu, ástandsskoðun og endurbætur 2013 |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, kom inn á fundinn og lagði fram beiðni um aukafjárveitingu til endurnýjunar á þaki miðlunartanks hitaveitu að Austurvegi 67. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu vegna verkefnisins og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðauka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
9. |
1304084 - Yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárhagstölur |
|
Lagt var fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu sex mánuði ársins. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:17
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
Rósa Sif Jónsdóttir |
|
|