149. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
149. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 26. júní 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður
Dagskrá:
- 1. 0806040 - Yfirlit yfir áhrif jarðskjálftans á veitukerfin
Framkvæmdastjóri kynnti afleiðingar jarðskjálftans á veitukerfin. - 2. 0803111 - Staða framkvæmda ÓS-2
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála við Ós 2. Reiknað er með að framkvæmdir verði boðnar út í júlí. - 3. 0705131 - Neysluvatnsöflun
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í neysluvatnsöflun. - 4. 0712069 - Tillaga um viðbót við gjaldskrá vatnsveitu
Stjórn framkvæmda- og veitusviðs samþykkir að tekið verði gjald fyrir bráðabirgðatengingar neysluvatns að upphæð 65.000 kr. + Vsk. Tillagan var samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs. - 5. 0801167 - Aldursdreifing
18. júní 2008 eru 7.789 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6.452
Í Sandvík 169
Á Eyrarbakka og dreifbýli 609
Á Stokkseyri og dreifbýli 541
Óstaðsettir 18 - 6. 0806086 - Sumarfrí stjórnar Framkvæmda-og veitusviðs
Rætt var um sumarfrí stjórnar framkvæmda- og veitusviðs. Samþykkt var að júlí fundur stjórnar falli niður. - 7. 0806087 - Vettvangsferð
Farið var í vettvangsferð í Ósabotna, dælustöðvar við Laugardæli og kaldavatnslindir við Ingólfsfjall.
Erindi til kynningar:
- 8. 0801166 - Framkvæmdalisti 2008
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00*
Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Guðmundur Elíasson
Elínborg Alda Baldvinsdóttir
Unnur Edda Jónsdóttir