149. fundur þjónustuhóps aldraðra
149. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2006 kl.09.00 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Mættir: Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Þorgerður J. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi eldri borgara.
1. Þjónustuhópur aldraðra lýsir áhyggjum yfir þeim langa biðlista sem myndast hefur eftir íbúðum í Grænumörk.
Á biðlista eru 33 einstaklingar og 16 hjón. Sýnt þykir að þessi biðlisti á eftir að aukast vegna hækkaðs aldurs íbúa sveitarfélagsins og hvetur þjónustuhópurinn sveitarfélagið að leita leiða til úrbóta sem allra fyrst.
2. Kynntur fyrirhugaður fræðslufundur vinafélags Ljósheima sem haldinn verður 15. nóvember kl. 20:00.
Þjónustuhópurinn fagnar frumkvæði vinafélagsins og hvetur félagið til áfram-haldandi starfa.
3. Þorgerður greindi frá ráðstefnunni “Mannauður í öldrunarþjónustu” sem haldinn var á vegum Öldrunarfræðafélagsins.
4. Engin önnur mál.
Árni Guðmundsson víkur af fundi.
5. Næsti fundur verður haldinn 20. desember í Hsu.
6. Vistunarmat fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið kl. 11:00
Egill Rafn Sigurgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Þorgerður J. Guðmundsdóttir
Árni Guðmundsson