149. fundur bæjarráðs
149. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 29. ágúst 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista, varamaður Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
57. fundur haldinn 22. ágúst |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1301009 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
35. fundur haldinn 22. ágúst |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1301266 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
468. fundur haldinn 16. ágúst |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
152. fundur haldinn 23. ágúst aukaaðalfundur haldinn 23. ágúst |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1308113 - Frumkvöðlaviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Bæjarráð samþykkir að veita frumkvöðlaviðurkenningu fyrir að sýna frumkvæði í atvinnusköpun og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð tilnefni til viðurkenningarinnar á næsta fundi og bæjarstjórn velji úr þeim hópi. |
||
|
||
6. |
1308071 - Heimsókn Eyþórs Inga, tónlistarmanns, í leik- og grunnskóla Árborgar |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar íþrótta- og menningarnefndar. |
||
|
||
7. |
1308070 - Þjálfararáðstefna í Árborg 18.-19.okt 2013 |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 300.000 til að halda ráðstefnu fyrir þjálfara í íþróttum. |
||
|
||
8. |
1209098 - Fjörustígur |
|
Bæjarráð leggur til að farin verði leið B skv. minnisblaði Verkfræðistofu Suðurlands og fer þess á leit við skipulags- og byggingarnefnd að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi. |
||
|
||
9. |
1307169 - Beiðni um aðstöðu fyrir Bifreiðaklúbb Suðurlands og Postula |
|
Bæjarráð samþykkir að klúbbarnir fái afnot af Hrísholti 8, að bílskúr undanskildum, undir starfsemi sína. Gerður verði samningur við klúbbana um afnotin. |
||
|
||
10. |
1306073 - Ósk um aukinn kvóta til handa Tónkjallaranum ehf |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
11. |
1308127 - Beiðni Myndlistarfélags Árnesinga um afnot af húsnæði |
|
Bæjarráð samþykkir að Myndlistarfélag Árnesinga fái afnot af herbergi í Sandvíkurskóla, fyrir ofan íþróttasalinn. Gerður verði samningur um afnotin. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
12. |
1308072 - Heilsuefling Key Habits |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
1308120 - Evrópsk lýðræðisvika 2013, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:16.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |