14. fundur atvinnuþróunarnefndar
14. fundur. Ár 2006 fimmtudaginn 9. mars kom atvinnuþróunarnefnd Árborgar, saman til fundar kl. 17:30 í Ráðhúsi Árborgar.
Mættir:
Einar Pálsson, Torfi Áskelsson, Guðjón Ægir Sigurjónsson.
Að auki, Einar Njálsson, bæjarstjóri, Sigmundur Stefánsson, Margrét Ásgeirsdóttir og Bryndís Sumarliðadóttir.
1. Markaðssetning Árborgar
a) Starfsmenn fóru yfir fyrirhugaðar auglýsingar um markaðssetningu og kynntu þeir upplýsingar sem settar verða á heimasíðu sveitarfélagsins undir heitinu “Hvers vegna Árborg”.
Nefndin samþykkir að auglýsingar verði birtar í morgunblaðinu í tvígang með tveggja vikna millibili.
Sigmundi falið að annast birtingu auglýsinga.
b) Torfi greindi frá kynningu sem beint var til valinna fyrirtækja og viðbrögðum við henni.
2. Önnur mál
a) Tilboð frá Netvís-markaðslausnum um birtingu auglýsinga.
Nefndin telur ekki ástæðu til að verða við tilboðinu.
b) Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Árborgar- sent til umsagnar.
Nefndarmönnunum gefin kostur á að koma athugasemdum að til formanns nefndarinnar fyrir 15. mars nk.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:20
Torfi Áskelsson
Guðjón Ægir Sigurjónsson
Einar Njálsson