14. fundur félagsmálanefndar
14. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.05.2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista
Olga Sveinbjörnsdóttir, nefndarmaður V-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Anný Ingimarsdóttir, ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 0704103
Reglur um akstursþjónusta eldri borgara -
Greinargerð lögð fram frá Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur verkefnisstjóra félagslegra úrræða, einnig reglur um akstursþjónustu eldri borgara í Sveitafélaginu Árborg. Reglurnar eru samþykktar samhljóða.
2. 0703055
Mótun framtíðar -Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 2007-2016 -
Félagsmálanefnd ítrekar fyrri bókun frá fundi nefndarinnar 12. mars sl. og skorar nefndin á sveitafélagið Árborg að þrýsta á ríkisvaldið að fá aukið fjármagn til þessa málaflokks.
3. 0705066
Sumarfrí félagsmálanefndar -
Ákveðið að félagsmálanefnd taki frí frá föstum fundum í júlí.
Erindi til kynningar:
a) 0703059
Könnun - viðhorf foreldra til daggæslu -
Viðhorfskönnun foreldra til daggæslu í heimahúsi er gerð 1 sinni á ári og var hún gerð í mars sl. Könnunin var send til allra foreldra sem voru með börn hjá dagforeldrum þann 9 mars sl. þegar könnunin var gerð eða alls 47 foreldrar. Foreldrar svöruðu nafnlaust en sögðu hjá hvaða dagforeldri barnið er. Foreldrar fengu 14 daga til að skila könnuninni til baka, eins var höfðað til dagforeldranna sjálfra að minna foreldra á að svara könnuninni. Spurt var hvort viðkomandi væri mjög ánægður, frekar ánægður, hvorki né, frekar óánægður eða mjög óánægður. Af þeim 47 foreldrum sem könnunin var send til voru 21 sem svöruðu eða 44,7%. Niðurstöður eru, að allir voru mjög eða frekar ánægðir, 18 foreldrar voru mjög ánægðir og 3 frekar ánægðir. Niðurstöður hafa verið kynntar öllum þeim dagforeldrum sem svörunin náði yfir.
b) 0703034
Barnaverndarmál - trúnaðarmál -
Fært í trúnaðarbók
c) 0705016
Ráðstefna (NFBO) Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum, haldin í Reykjavík 18.-21. maí 2008 -
Lagt fram til kynningar
d) 0705060
Húsnæðismál - trúnaðarmál -
Svar við fyrirspurn Guðmundar B. Gylfasonar (D) vegna dvalartíma íbúa í félagslegu leiguhúsnæði í sveitafélaginu Árborg. Lagðir voru fram minnispunktar frá Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur, verkefnisstjóra félagslegra úrræða. Þar kemur fram að flestir hafa dvalið í 0-4 ár eða íbúar í 41 íbúð. Minnispunktar voru lagðir fram sem trúnaðarmál, Guðmundur B. Gylfason (D) óskaði eftir að þær upplýsingar sem kæmu fram í minnispunktum um fjölda og lengd dvalartíma yrðu ekki trúnaðarmál. Kristín Eiríksdóttir, formaður lagði undir fundarmenn tillögu hvort ætti að aflétta trúnaði. Atkvæðagreiðsla var gerð og vildu 3 fundarmenn Kristín Eiríksdóttir (B), Þórunn Elva Bjarkadóttir (S) og Olga Sveinbjörnsdóttir (V), hafa þetta sem trúnaðarskjal en Guðmundur B. Gylfason (D) og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (D) vildu aflétta trúnaði. Minnispunktar færðir í trúnaðarbók.
Olga Sveinbjörnsdóttir (V) óskar eftir að fá sundurliðun á fjölda íbúða, hvar þær eru staðsettar og hvers konar búsetu form það er. Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur er falið að afla þessara upplýsinga.
e) 0703162
Ráðning félagsráðgjafa á sviði félagslegrar ráðgjafar -
Katrín Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar á sviði félagslegrar ráðgjafar, Katrín byrjar 1. júní nk.hún er boðin velkomin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40
Kristín Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Olga Sveinbjarnardóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðmundur B. Gylfason