15. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
15. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 22. maí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Bragi Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi ritaði fundargerð
Dagskrá:
- 1. 0803073 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2008 - fyrri úthlutun
Alls bárust 19 umsóknir um styrki í fyrri úthlutun að upphæð kr. 5.385.755. Alls voru kr. 380.755 úthlutað að þessu sinni en heildarupphæð áætlunar ársins 2008, fyrri- og seinni úthlutun er kr. 1.027.000.
11 umsóknir bárust frá deildum innan Umf. Selfoss. ÍTÁ tekur þær umsóknir ekki til efnislegra umfjöllunar enda hefur Umf. Selfoss verið falið að úthluta styrkjum til deilda innan þess samkvæmt þjónustusamningi SÁ og félagsins sem undirritaður var 15. maí sl. Um afgreiðslu þessa vísast til b liðar IV. kafla og f liðar III. kafla áðurgreinds þjónustusamnings Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfossi.Nefndin samþykkir að úthluta styrkjum með eftirfarandi hætti:
a)Bridgefélag Selfoss
Vegna afmælismóts Árborgar kr. 25.000b)Kór Vallaskóla
Vegna fyrirhugaðrar ferðar til Færeyja kr. 100.000c)Kór Fjölbrautarskóla Suðurlands
Vegna Queen tónleika kr. 100.000d)Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Skapandi tónlistarmiðlun - námskeið kr. 50.000e)Knattspyrnufélag Árborgar
Vegna æfingar utan sveitarfélagsins kr. 105.755Aðrar umsóknir sem ekki hljóta styrk að þess sinni ásamt upphæðum sem sótt var um voru:
Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar 50.000
Litla - Hraun 500.000
Júdodeild Umf. Selfoss 240.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 150.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 500.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 150.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 250.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 100.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 400.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 1.200.000
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss 300.000
Fimleikadeild Umf. Selfoss 220.000
Minjaverndarsjóður Knattspyrnud. Umf. Selfoss 300.000
Mótokrossdeild Umf. Selfoss 200.000Nefndin vekur athygli á að síðari úthlutun styrkja verður í desember nk. ÍTÁ bendir og á að með umsóknum skuli fylgja greinargerðir um markmið verkefna sem sótt er um og ítarleg kostnaðaráætlun og/eða að framvísað sé reikningum fyrir útlögðum kostnaði.
- 2. 0805048 - Hjólað yfir Ísland
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málið. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Erindi til kynningar:
- 3. 0803119 - Samráðshópur - framkvæmdir við íþróttasvæðið
Íþrótta - og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála. Þar kom m.a. fram að byrjað er að vinna við knattspyrnuvellina sem leysa eiga aðalvöllinn af árið 2009. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar - 4. 0706110 - Þjónustusamningur við UMFS 2008 - 2011
- 5. 0805017 - Samningur við UMFS um rekstur íþróttavallarsvæðis við Engjaveg
- 6. 0801009 - Samningur um Fimleikaakademía 2008-2011
Fulltrúi D - lista vill fagna sérstakleg stofnun fimleikaakademíu við Fjölbrautarskóla Suðurlands og óskar þeim góðs gengis. - 7. 0805018 - Samningur um handboltaakademíu 2008-2010
- 8. 0805091 - Þjónustusamningur við KÁ - eftirlit og viðhald á knattspyrnuvellinum á Eyrarbakka
Liðir 4-8. ÍTÁ lýsir yfir ánægju sinni með þá samninga sem gerðir hafa verið við íþróttafélög og deildir í sveitarfélaginu og hvetur til þess að unnið verði áfram á þessari braut gagnvart fleiri aðilum. ÍTÁ fagnar því að stofnuð hafi verið enn ein akademían í samstarfi við Fjölbrautarskóla Suðurlands. - 9. 0803044 - Fimleikahópur frá Danmörku 2.-8.júní 2008
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir málinu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir sig samþykk fyrir sitt leyti. - 10. 0804154 - Skólamót KSÍ
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið með skólastjórnendum. - 11. 0710082 - Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála. Kom m.a. fram að verið væri að afla ganga um kosti og galla hvernig til hefði tekist með að framkvæma þessar niðurgreiðslur rafrænt í gegnum heimasíður sveitarfélaganna.. Fjölskyldumiðstöð mun skila inn tillögum fyrir sumarleyfi. - 12. 0607065 - Landsmót UMFÍ 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála og m.a. kom fram að hann og bæjarstjóri hefðu þingað með forvarsmönnum HSK vegna málsins
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á að staði verði vel að öllum undirbúningi í skipulagningu mótsins svo og að haft verði samráð við sem flesta sem tengjast málinu á einn eða annan hátt. - 13. 0804121 - Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi 2008
Menningarráð Suðurlands styrkti Félagsmiðstöðina Zelsíuz um kr. 200.000 til að halda Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi 2008.
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar þessu. - 14. 0805001 - Hjólað í vinnuna 2008
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir málinu og kom ma. inn á þau keppnislið sem eru í gangi hér í sveitarfélaginu.
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar - 15. 0805024 - Rannsóknin Ungt fólk 2007
ÍTÁ hvetur íbúa til að kynna sér þessar niðurstöður vel og þakkar upplýsingarnar. Búið er að setja skýrsluna inn á heimasíðu sveitarfélagsins undir svið og deildir/fjölskyldumiðstöð/ýmsar skýrslur. - 16. 0804072 - Kaup á reiðhjólum.
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Bragi Bjarnason