15. fundur skólanefndar grunnskóla
15. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
samúel Smári Hreggviðsson, varamaður D-lista
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Eyjólfur Sturlaugsson, fulltrúi skólastjóra
Sædís Ósk Harðardóttir, fulltrúi kennara
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Dagskrá:
- 1. 0711022 - Viðhald skólamannvirkja-yfirlit frá eignadeild.
Bergsveinn Halldórsson starfsmaður framkvæmda-veitusviðs fór yfir viðhaldsmál í grunnskólum Árborgar.Skólanefnd þakkar yfirlit yfir stöðu viðhaldsmála í grunnskólum í Árborg. Mikilvægt er að áfram verði unnið að krafti að viðhaldi og endurbótum þannig að húsnæði grunnskólanna uppfylli kröfur tímans, svo sem um endurbætur á kennslurýmum, hljóðvist, endurnýjun leiktækja og endurbætur á útivistarsvæðum, öryggismyndavélar verði settar upp ofl.
- 2. 0710026 - Skólanámsskrár Grunnskóla 2007-2008
Skólastjórar í Sunnulækjarskóla og BES eru búnir að skila inn skólanámsskrá fyrir sína skóla.
Bókun:
Skólanefnd þakkar fyrir þær skólanámsskrár sem búið er að skila inn og hvetur nefndarmenn til að kynna sér þær.
Það er mikilvægt fyrir skólastarfið að góð skólanámsskrá sé til fyrir hvern skóla svo starfsmenn og nemendur skólans hafi sömu markmið að stefna að og hafi til þess námskránna að leiðarljósi. Á þann hátt er hægt að skapa góða og metnaðarfulla skóla innan sveitarfélagsins.
Skólanámsskrá er tilbúin í Vallaskóla en foreldraráð hefur ekki farið yfir hana. Skólanefnd vill jafnframt lýsa áhyggjum sínum yfir því að ekki sé starfandi foreldraráð við Vallaskóla og minnir á að samkvæmt grunnskólalögum skal skólastjóri sjá til þess að foreldraráð sé starfandi við skólann. Skólanefnd staðfestir námsskrár Sunnulækjarskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
- 3. 0710024 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar
Í ljósi þess m.a. að ekki hefur verið starfandi fullmannað foreldraráð í Vallaskóla um nokkurt skeið telur skólanefnd að ekki sé hægt að ganga frá Skólastefnu sveitarfélagsins Árborgar að svo stöddu og samþykkir að lengja frest fyrir athugasemdir til næstkomandi mánaðarmóta (nóv/des) og skólastefnan verði tekin til umfjöllunar á næsta fundi skólanefndar. - 4. 0709044 - Skólavist Sunnulækjarskóla
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála fór yfir stöðu skólavistunar sem áformað er að setja á stofn í Sunnulækjarskóla. Þrátt fyrir auglýsingar eftir forstöðumanni hafa ekki borist umsóknir sem eru samræmi við þær hæfniskröfur sem settar hafa verið fram í auglýsingum.Bókun B.V og S lista: Skólanefnd harmar þá biðlista sem hafa verið við skólavistun Bifrastar og þau óþægindi sem biðlistarnar hafa skapað fjölskyldum Árborgar. Þegar skólavistun Sunnulækjarskóla opnar um áramótin mun þessi biðlisti vonandi hverfa.
Fulltrúar D-lista bókuðu eftirfarandi:
Alls er óvíst hvort biðlisti eftir skólavistun tæmist þótt komið sé upp bráðabirgðaskólavistun í kennslurými Sunnulækjarskóla. Skoðanir yfirvalda skólans og nefndarfulltrúa D-lista eru samhljóma í því að skoða strax lausnir til frambúðar og að farsælast sé að koma upp skólavist við austurenda skólans. - 5. 0711021 - Kennslukvótar grunnskólanna 2008-2009
Sigurður Bjarnason kynnti kennslukvóta Grunnskólanna og voru þeir samþykktir.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Sigrún Þorsteinsdóttir
Þórir Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kristín Traustadóttir
Samúel Smári Hreggviðsson
Elín Höskuldsdóttir
Eyjólfur Sturlaugsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir
Sigurður Bjarnason