15. fundur umhverfisnefndar
15. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista (V)
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Harðarson, varamaður B-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0712063 - Móttaka á spilliefni frá Flóahreppi
Umhverfisnefnd gerir það að tillögu sinni að gerður verði nýr samningur um móttöku spilliefna við Flóahrepp.
2. 0710083 - Umhverfisstefna Árborgar 2007
Umhverfisnefnd ákvað að vinna áfram að endurskoðun umhverfisstefnu Árborgar með innleiðingu Staðardagskrár 21 í huga.Þessi vinna fari fram í samráði við nýráðin umhverfisfræðing og yfirverkstjóra umhverfisdeildar.
Erindi til kynningar:
3. 0801036 - Innleiðing Staðardagskrár 21 í Árborg
4. 0801077 - Landsráðstefna staðardagskrá 21 - Hveragerði 2008
5. 0703170 - Mengunarmælingar á Selfossi
6. 0801086 - Ráðstefna um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.30
Jóhann Óli Hilmarsson
Soffía Sigurðardóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Harðarson
Siggeir Ingólfsson