15. fundur skipulags- og byggingarnefnd
15. fundur var haldin í Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 á skrifstofu Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfoss.
Mætt:
Torfi Áskelsson, formaður
Ármann Ingi Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Grímur Arnarson
Kristján Einarsson Slökkvistjóri Árborgar
Bárður Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Gústaf Adolf Hermannsson, ritaði fundargerð
Dagskrá:
1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt
a) Mnr.0612070
Umsókn um staðbundið leyfi fyrir flugeldaskúr vestan við smíðahúsið á Stokkseyri.
Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar kt:650106-2290 Austurvegi 54, 800 Selfoss
b) Mnr.0612069
Umsókn um leyfi fyrir skúr og lagergám á lóð við Austurveg 21 Selfossi .
Umsækjandi: Hjálparsveitin Tintron Hraunbraut 1, 801 Selfoss
c) Mnr:0512026
Umsókn um löggildingu sem málarameistari í Árborg.
Umsækjandi: Emil Þór Guðjónsson kt:150244-2779 Fosstún 1, 800 Selfoss
d) Mnr.0701014
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Dranghólum 27 Selfossi.
Umsækjandi: Ágúst Þór Jónsson kt:300473-3429 Baugstjörn 16, 800 Selfoss.
e) Mnr.0611161
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu að Stjörnusteinum 19 Stokkseyri.
Umsækjandi: Gunnar Benediktsson kt:180279-3189 Stjörnusteinar 19, 825 Stokkseyri.
f) Mnr.0612071
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Dranghólum 19 Selfossi.
Umsækjandi: Karl Ágúst Hoffritz kt:090975-3829 Ástjörn 2, 800 Selfoss.
Listi lagður fram til kynningar
2. Mnr.0612054
Umsókn um leyfi fyrir geymslusvæði að Eyði Sandvík.
Umsækjandi. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða kt:410693-2169 Gagnheiði 35, 800 Selfoss.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda og afla frekari upplýsinga.
3. Mnr.0612076
Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Urðarmóa 12 Selfossi
Umsækjandi:Albert Hilmarsson kt:280868-5079
Bryndís Hrönn Sveinsdóttir kt:261274-4349 Eyravegur 12, 800 Selfoss.
Erindinu hafnað. Húsið fer út fyrir byggingarreit á tvo vegu, annarsvegar 2,4 metra og hinsvegar 2,7 metra og nýtingarhlutfall fer ca. 12% yfir leyfileg mörk.
4. Mnr.0612038
Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Urðarmóa 3 Selfossi
Umsækjandi:Sigurður Gunnarsson kt:260880-4709
Guðbjörg Guðjónsdóttir kt:270977-5189 Krossalind 24, 200 Kópavogur
Samþykkt
5. Mnr.0612077
Umsókn um lóðina Túngötu 9 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Kjartan Ingi Sveinsson kt:130575-358
Kristína Sveinsson kt:030775-2289 Háeyrarvegur 1, 820 Eyrarbakka
Samþykkt
6. Mnr.0701005
Skipting lands Jórvíkur í land 1 og land 2.
Umsækjandi: Sigrún Erla Sigurðardóttir kt:260958-4619
Rúnar Gestsson kt:130557-4659 Jórvík, 801 Selfoss.
Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar gerir ekki athugasemd við skiptingu lands Jórvíkur, í land 1 og land 2.
7. Mnr.0701006
Fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að byggja svipað hús og er að Fossnesi C á lóð G.T. þar sem braggi er nú staðsettur í Hellismýri.
Umsækjandi: Guðmundur Tyrfingsson kt:200933-3709 Lambhaga 32, 800 Selfoss
Afgreiðslu frestað, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, jafnframt er Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
8. Mnr.0612078
Athugasemd vegna skipulagsbreytinga og verulegri stækkun á húsinu Löngumýri 16a- 20b sem hefur verið fært til norðurs.
Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarlögmanni er falið að svara erindinu
9. Mnr. 0612073
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka.
Umsækjandi: Dvalarheimilið Sólvellir kt:591187-2529 Eyrargata 26, 820 Eyrarbakka
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt
10. Mnr.0701017
Fyrirspurn um leyfi til að byggja hesthús og vélaskemmu að Ásamýri.
Umsækjandi: Ægir Sigurðsson kt:080578-3269 Ásamýri 1, 801 Selfoss.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullunnum teikningum.
11. Mnr. 0601087
Erindi frá Agnari Péturssyni vegna fyrirhugaðar nýtingar lóðar að Heiðarvegi 8. Áður tekið fyrir á fundi 24. janúar 2006.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gert verði deiliskipulag af lóðinni, að Heiðarvegi 8, og deiliskipulagið verði grenndarkynnt
12. Mnr.0612033
Tillaga að deiliskipulagi að Nýjabæ land 202077.
Umsækjandi: Pro-Ark ehf kt:460404-1100 Austurvegur 69, 800 Selfoss.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu til rýnihóps.
13. Mnr.0610053
Tillaga að breyttu deiliskipulagi á lóð nr 7 við Austurveg á Selfossi.Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist.
Umsækjandi: Pro-Ark teiknistofa ehf. kt:460406-1100 Austurvegur 69, 800 Selfoss
Frestað, þar til liggur fyrir niðurstaða úr hugmyndasamkeppni miðbæjarskipulags.
14. Mnr. 0609066
Tillaga að deiliskipulagi af spildunum Hesthúsatún og Hólatún í landi Austurkots.
Tillagan hefur verið auglýst engar athugasemdir bárust.
Umsækjandi: Haukur Baldvinsson kt:201077-4009 Grenigrund 21, 800 Selfoss.
Samþykkt
15. Mnr. 0609066
Deiliskipulagstillaga fyrir Fossnes 16-18 Selfossi. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir bárust.
Umsækjandi: Smáratorg ehf. Sundaborg 7, 104 Reykjavík
Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarlögmanni er falið að svara athugasemdum.
16. Önnur mál.
a) Elfa Dögg Þórðardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu;
Þegar umferðarskipulag var samþykkt þann 10.8 sl. í nefndinni var einnig samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um þær breytingar sem framkvæma þarf til að tryggja betur umferðaröryggi gangandi og akandi vegfarenda í Árborg. Þá var mælst til þess við framkvæmda og veitusvið að gera úrbætur varðandi hraðamerkingar.
Nefndin leggur það til að þessari vinnu verði hraðað sem mest í ljósi aukinnar slysahættu sem verður í umferðinni samfara stækkandi sveitarfélagi. Þetta er ekki síst mikilvægt til að tryggja öryggi barna í umferðinni og því mikilvægt að ná niður.
b) Fyrirspurn frá Elfa Dögg Þórðardóttur
1 )Á fundi skipulags og byggingarnefndar þann 28.9 sl. var samþykkt að leita tilboða í deiliskipulagningu á Björkustykki. Hvar er málið statt ?
Áríðandi er að unnið hratt og vel í þessu máli þar sem ferlið tekur í heild sinni langan tíma. Þannig er tryggt að lóðaframboð á vegum sveitafélagsins sé nægjanlegt í sveitarfélaginu.
2 )Hvenær má vænta niðurstaðna úr umferðargreiningu sem fyrrverandi formaður hafði frumkvæði að yrði framkvæmd í hverfinu milli austurvegar og Eyrarvegar á 4. fundi nefndarinnar þann 27.7 2006.
Þar sem framkvæmdir á Björgunarmiðstöð eru hafnar, auk þess sem mikil uppbygging er almennt á þessu svæði þá er mikilvægt að niðurstöður liggi fyrir til að hægt sé að bregðast aukinni umferð með úrbótum á vegkerfi áður en í óefni er komið.
c) Torfi Áskelsson leggur fram eftirfarandi tillögu;
Skipulags og byggingarnefnd beinir því til Framkvæmda og veitusviðs að nú þegar verði farið í að undirbúa vinnu vegna gatnagerðar í 2.verkhluta við Ólafsvelli á Stokkseyri, aðeins er ein lóð eftir í 1.verkhluta og vill nefndin minna á þá skyldu og stefnu sveitarfélagsins að hafa ævinlega nægt lóðaframboð í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:24
Torfi Áskelsson
Þorsteinn Ólafsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Þór Sigurðsson
Grímur Arnarsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Bárður Guðmundsson
Gústaf Adolf Hermannsson
Kristján Einarsson