Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.3.2007

15. fundur bæjarstjórnar

 

15. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, aukafundur, haldinn fimmtudaginn 22. mars  2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Margrét K. Erlingsdóttir          B listi,
Kristín Eiríksdóttir                    B listi, varamaður Þorvaldar Guðmundssonar
Ragnheiður Hergeirsdóttir      S listi,
Gylfi Þorkelsson                      S listi, 
Jón Hjartarson,                      V listi,
Ari Thorarensen                      D listi, varamaður Þórunnar J. Hauksdóttur
Snorri Finnlaugsson                 D listi
Grímur Arnarson                      D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir            D listi

 

Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð ogGuðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

 

1.  0608004
Frumvarp að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar, 2008-2010, A- og B- hluti, fyrri umræða.

 

Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði með svohljóðandi greinargerð:
Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2008-2010
Áætlun sú sem hér er lögð fram til fyrri umræðu er rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins næstu þrjú ár.  Hún er unnin í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga og er gerð á föstu verðlagi, greind niður á málaflokka.  Áætlunin sýnir áætlaðar breytingar á umfangi rekstrar en ekki hugsanlegar verðlagsbreytingar.  Einnig koma fram í áætluninni áætlaðar fjárfestingar þau ár sem áætlunin tekur til.  Þriggja ára áætlun er yfirlit yfir það sem er á dagskrá en ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi ár. Fjárfestingaáætlun A-hluta gerir ráð fyrir um 735 mkr. 2008, árið 2009 um 450 mkr. og árið 2010 um 314 mkr. samtals um 1,5 milljarðar á tímabilinu. Jákvæð rekstrarniðurstaða hjá sveitarfélaginu samkvæmt þessari áætlun er um 141 mkr. 2008, um 127 mkr 2009 og um 128 mkr. 2010.

 

Skv. lögum fer þriggja ára áætlun í tvær umræður í bæjarstjórn.  Þessi áætlun mun taka einhverjum breytingum milli umræðna, en seinni umræða er áætluð eftir viku.  Meðal breytinga sem gerðar verða frá þessu frumvarpi, er samþykkt frá bæjarráðsfundi nú í morgun þar sem meirihlutinn samþykkti að fjörustígurinn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar komi til framkvæmda árið 2008 í stað ársins 2010. 

 

Meirihluti B, S og V lista leggur áherslu á örugga og ábyrga fjármálastjórnun, áætlanagerð og forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að í Árborg séu næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, að aðstæður séu skapaðar fyrir öflugt atvinnulíf. Það er jafnframt eitt af meginmarkmiðum meirihlutans að auka búsetugæði í sveitarfélaginu, fyrir einstaklinga og fjölskyldur á öllum aldri.  Velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi við ákvarðanir um áherslur og verkefni og á næstu vikum mun meirihlutinn kynna áætlun um áframhaldandi uppbyggingu þjónustu við aldraða íbúa Árborgar.

 

Áætlun þessi sýnir áframhaldandi uppbyggingu á flestum sviðum i sveitarfélaginu.  Útgjaldastærstu verkefnin framundan eru bygging grunnskóla á Eyrarbakka og Stokkseyri, viðbygging við leikskólann Æskukot á Stokkseyri, bygging nýs sex deilda leikskóla við Leirkeldu á Selfossi, framkvæmdir við íþróttamannvirki, fráveitu, gatnagerð og vatnsveitu.  Auk þess er ráð gert fyrir eflingu öldrunarþjónustu, forvarnar- og menningarmála. 

 

Árborg er eitt af öflugustu sveitarfélögum landsins og í örum vexti.  Meirihluti B, S og V lista lýtur björtum augum til framtíðar og væntir góðs samstarfs við starfsfólk og aðra íbúa sveitarfélagsins við þá uppbygginu sem framundan er.

 

Gylfi Þorkelssonlagði fram tillögu til breytingar frá útsendri áætlun á þá leið að framkvæmdir við Fjörustíg færist frá árinu 2010 til 2008, 35 milljón króna framkvæmd.

 

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista lagði til að tillögunni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Varaforseti lagði til að áætluninni yrði vísað til síðari umræðu.

 

Var það samþykkt samhljóða.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.

 

Í þeirri þriggja ára áætlun sem nú er lögð fram kemur fram stefnumörkun meirihluta bæjarstjórnar til loka kjörtímabilsins. Í áætluninni er ekki tekið á mikilvægum þáttum svo sem umbótum í rekstri sveitarfélagsins. Þá er stefnt að lágmarks uppbyggingu og metnaðarleysi er í framkvæmdum.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins boða að við síðari umræðu um áætlunina í bæjarstjórn muni verða lögð fram skýr stefnumörkun okkar um umbætur í rekstri, bæði tekjum og gjöldum sem og metnaðarfull stefna í uppbyggingu og framkvæmdum á kjörtímabilinu.

 

Því samþykkjum við að þriggja ára áætlun 2008-2010 verði vísað til síðari umræðu.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:20.

 

Kristín Eiríksdóttir                   
Margrét K. Erlingsdóttir          
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson                               
Jón Hjartarson                   
Ari B. Thorarensen          
Snorri Finnlaugsson                        
Grímur Arnarson                             
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ásta Stefánsdóttir
             


Þetta vefsvæði byggir á Eplica