Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.6.2007

15. fundur félagsmálanefndar

 

15. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 11.06.2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista
Olga Sveinbjörnsdóttir, nefndarmaður V-lista
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista
Bryndís Klara Guðbrandsdóttir, varamaður D-lista
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða

 

Kristín, formaður bauð Bryndísi Klöru (D) velkomna í forföllum Guðmundar B. Gylfasonar.
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra ráðgjafar ritar fundagerð.

 

Dagskrá:

 

1. 0706025
Húsnæðismál -

Fært í trúnaðarbók

 

Erindi til kynningar:

 

a) 0705060
Félagslegar leiguíbúðir -

Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða svaraði fyrirspurn Olgu Sveinbjörnsdóttur (V) frá síðasta fund nefndarinnar þann 14. maí sl. Sveitarfélagið Árborg á 70 félagslegar leiguíbúðir, af þeim eru 52 staðsettar á Selfossi, 9 á Eyrarbakka og 9 á Stokkseyri. Fjöleignaíbúðir eru 49 talsins (allar á Selfossi), 8 raðhúsaíbúðir, 9 parhús (Eyrarbakka og Stokkseyri) og 4 einbýli (öll á Eyrarbakka).
Einnig á Sveitarfélagið 18 félagslegar leiguíbúðir fyrir aldraða, en þær eru allar staðsettar á Selfossi.

 

b) 0705010
Skýrsla til barnaverndarstofu vegna barnaverndarmála 2006 -

Lagt fram til kynningar

 

c) 0706018
Barnaverndarmál - tölulegar upplýsingar 5 fyrstu mánuði ársins 2007 -

Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar upplýsti nefndina að alls hafa 67 tilkynningar borist til barnaverndar Árborgar fyrstu 5 mánuði ársins vegna 63 barna. Flestar tilkynningar eru að koma frá lögreglu í formi lögregluskýrslna eða dagbókarfærslna.

 

d) 0706019
Fjárhagsaðstoð - tölulegar upplýsingar 5 fyrstu mánuði ársins 2007 -

Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar upplýsti nefndina að alls hafa 56 einstaklingar notið fjárhagsaðstoðar fyrstu 5 mánuði ársins, flestir þessara einstaklinga eru einungis að njóta aðstoðar í skamman tíma eða 52% hafa notið fjárhagsaðstoðar í 1 mánuð. Stór hluti sem nýtur fjárhagsaðstoðar er ungt fólk, yngra en 35 ára eða 66%.

 

e) 0705019
Könnun sambands sunnlenskra sveitafélaga -

Velferðarnefnd á vegum SASS er að gera könnun á meðal sveitafélaga um félagsþjónustumál, Fjölskyldumiðstöð tók þátt í þeirri könnu og mun verða unnin skýrsla úr þeim upplýsingum á vegum SASS.

 

f) 0706015
Skýrsla vegna félagsþjónustu 2006 -

Fjölskyldumiðstöð Árborgar tók þátt í könnun um samanburð á kostnaði félagsþjónustu sveitafélaga fyrir árið 2006. Upplýsinga er aflað frá öllum félagsþjónustum á landinu og kemur síðan út heildarskýrsla. Félagsþjónusta Kópavogs heldur utan um skýrslugerðina.

 

g)0705007
Skýrsla til Hagstofu Íslands 2006 -

Lagt fram til kynningar

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

 

Kristín Eiríksdóttir                                
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Olga Sveinbjörnsdóttir            
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Bryndís Klara Guðbrandsdóttir            
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica