Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.4.2008

15. fundur lista- og menningarnefndar

 

15. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 22. apríl 2008  í
Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15 

Mætt:Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)                                                           
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)                                                                                    
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)                                                                      
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)                                                                               
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)                                                                              
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála    

Í upphafi fundar minntust fundarmenn Páls Lýðssonar, sem lést með sviplegum hætti þann 8. apríl sl. Páll var afkastamikill á sviði félags- og menningarmála í byggðarlaginu og ávallt tilbúinn að leggja góðum málum lið til styrktar samfélagsheildinni. Fundarmenn senda aðstandendum, ættingjum og vinum sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Kjartan Björnsson fulltrúi D-lista vék af fundi meðan mál 0801184/ 2. mál 1 og mál 10 var tekið fyrir og afgreitt. Hann tók síðan sæti aftur að afgreiðslu lokinni.

Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri ritaði fundargerð  

Dagskrá: 

1.      0801097 - Vor í Árborg 2008

Þórir Erlingsson, starfsmaður Vors í Árborg og verkefnisstjóri afhentu á fundinu ný og breytt drög að dagskrá, sem farið var yfir með samþykki fundarins. LMÁ var sammála að birta ekki dagskrána á vef sveitarfélagsins né í fjölmiðlum að svo stöddu þar sem enn er beðið eftir lokasvörum um nokkra dagskrárliði. Þórir benti á að nú væri sérstakur fjölskylduleikur innan dagskrárinnar, sem Bragi Bjarnason hefði unnið í samráði við hann og verkefnisstjóra.
LMÁ vill þakka íbúum sveitarfélagsins og öðrum kærlega fyrir tillögur og góðar hugmyndir sem þeir sendu starfsmönnum Vorsins. Það kom og fram að leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila og allsstaðar erindum vel tekið. Sömuleiðis hafa margir boðið upp á samvinnu og samstarf.
Einnig kom fram að sérstakt kynningarblað með dagskrá hátíðarinnar verður gefið út og dreif inn á hvert heimili í Sveitarfélaginu Árborg. Lokadagskráin verður unnin út frá þessum drögum, sem nefndin samþykkir samhljóða og sett á heimasíður og á fréttavefi.
Sömuleiðis kom fram að í vinnslu er sérstakt afmælisrit í tilefni 10. ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar og mun það sömuleiðis verða borið inn á hvert heimili sveitarfélagsins og dreift víðar á afmælisdaginn í júní.

2.      0801184 - Menningarstyrkir - úthlutun vor 2008

Alls bárust 18 umsóknir að upphæð kr. 5.250.000.- Til úthlutunar voru 1.100.000 þúsund að þessu sinni og hlutu eftirtaldir aðilar styrk að þessu sinni:
 1. Karlakór Selfoss - til að kynna starfsemi karlakóra og söngsins - kr. 100.000.-
 2. Ungmennafélag Eyrarbakka - UMFE - Útgáfa afmælisrits í tilefni 100 ára afmælis - kr. 50.000.-
 3. Hélene M.C.Dupont og Eyrún Óskarsdóttir - til undirbúnings listsýningar á komandi hausti- kr. 50.000.-
 4. Lúðrasveit Selfoss - í tilefni 50. ára afmælis og starfseminnar - kr. 250.000.-
 5. Kór Fjölbrautarskóla Suðurlands - Quen - tónleikar kr. 50.000. -
 6. Ungskáldahópurinn - útgáfa ljóðabókar - kr. 50.000.-
 7. Yngri- og eldri barnakórar Selfosskirkju - tónleikar "Íslenskur vorblær" -
 kr. 50.000.-
 8. Selurinn - fræðslu- og tómstundaklúbbur fatlaðra- útgáfu á kynningar og upplýsingariti um starfsemina-
 kr. 50.000.-
 9. Leikfélag Selfoss - Opið hús - saga félagsins í máli og myndum á Vor í Árborg kr. 50.000.-
10. Minjaverndarsjóður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss - Saga knattspyrnunnar á Selfossi - ljúka við vinnslu
 myndar- kr.200.000.-
11. Ólafur Þórarinsson - Semja og taka upp lag ásamt fleirum í tilefni af 10 ára afmæli Árborgar - kr. 200.000.-

3.  0804123 - Sumar á Selfossi 2008

LMÁ fagnar erindinu og samþykkir tillögur forsvarsmanna um breytingar á fyrikomulagi Sumarsins frá því sem verið hefur bæði hvað tímasetningu og samsetningu varðar. Tillagan er í fullu samræmi við þær umræður sem hafa átti sér stað innan nefndarinnar að undanförnu. Tillagan gengur m.a. út á að Sumar á Selfossi taki t.m.a. við og annist undirbúning og framsetningu á Sléttusöngnum, sem var í raun lagður af um leið og Samkórinn hætti störfum sl. haust. LMÁ vil og benda forsvarsmönnum Sumarsins á að fjárveitingar til Sumarsins á Selfossi munu ekki hækka vegna þessa gjörnings.
LMÁ samþykkir fyrir sitt leyti að forsvarsmenn Sumarsins ræði við aðra aðila um frekari samstarf en fer fram á að LMÁ og verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála verði haldið upplýstum um framgang mála.

 Erindi til kynningar: 

4.  0803108 - Styrkir Orkuveitu Reykjavíkur

Verkefnisstjóri gerði LMÁ grein fyrir að sótt hefði verið um styrk úr menningarsjóði Orkuveitu Reykjavíkur til verkefnisins Skólasetur á Eyrabakka. LMÁ þakkar upplýsingarnar.

5.   0804121 - Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi 2008

Félagsmiðstöðin Zelsíuz, fékk 200 þúsund króna styrk úthlutað frá menningarráði Suðurlands í verkefnið "Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi". LMÁ þakkar upplýsingarnar.

6.  0804114 - Afmælisfagnaður v/120 ára afmælis Kvenfélags Eyrarbakka

LMÁ þakkar upplýsingar og hvetur íbúa sveitarfélagsins samgleðjast með kvenfélagskonum á Eyrarbakka á sumardaginn fyrsta, sem er fimmtudaginn 24. apríl nk.

7.  0804064 - Dagur umhverfisins 2008

Verkefnisstjóri vakti athygli nefndarinnar að sérstakt hreinsunarátak myndi standa yfir í sveitarfélaginu frá 25. apríl til 8. mai nk.
LMÁ þakkaði upplýsingarnar og hvetur íbúa til að taka nú fram áhöldin og taka þátt í að fegra enn frekar byggðarkjarnana í sveitarfélaginu okkar.

8.   0804061 - Arfur úr dánarbúi til Byggðasafns Árnesinga

Erindinu hefur verið framsent til Byggðarsafns Árnesinga.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

 

Andrés Rúnar Ingason
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica