15. fundur bæjarráðs
15. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 13. nóvember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:Fundargerðir til kynningar | ||
1. | 1410026 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga | |
|
||
Lagt fram til kynningar. | ||
2. | 1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
|
||
Lagt fram til kynningar. | ||
3. | 1407032 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks | |
|
||
Lagt fram til kynningar. | ||
4. | 1411037 - Fundargerð Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða | |
Haldinn 10. apríl | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
5. | 1403276 - Fjárhagstölur 2014 | |
Lagt var fram yfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði og útsvar það sem af er árinu. | ||
6. | 1409217 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 3. nóvember 2014, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Þóristúni 19 | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
7. | 1411014 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 4. nóvember 2014, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs | |
Bæjarráð Árborgar bendir á að nauðsynlegt sé að hafa samráð við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu, s.s. afréttarfélög. | ||
8. | 1411046 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 10. nóvember 2014, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili | |
Lagt fram til kynningar. | ||
9. | 1411021 - Samkomulag vegna veiðiréttar sem fylgir landspildu sem sveitarfélagið á við Ölfusá | |
Sigurður Sigurjónsson hrl. kom inn á fundinn. Var honum falið að ganga frá samkomulagi vegna málsins. | ||
10. | 1411017 - Verkfall tónlistarkennara haust 2014 | |
Fulltrúar tónlistarkennara komu á fundinn, alls 11 manns. Helga Sighvatsdóttir hafði orð fyrir hópnum og gerði grein fyrir ályktun fundar félagsmanna FT frá 12. nóvember sl. og áhyggjum tónlistarkennara af stöðu mála. Lögð var fram bókun bæjarstjórnar Árborgar frá 12. nóvember sl. vegna verkfallsins. | ||
Erindi til kynningar | ||
11. | 1304115 - Álit Samkeppniseftirlitsins vegna innleiðingar á bláum endurvinnslutunnum í sveitarfélögum FYRRI HLUTI SEINNI HLUTI | |
Lagt fram til kynningar. | ||