Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.9.2015

15. fundur bæjarstjórnar

15. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. september 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri, Magnús Gíslason, varamaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista. Ásta Stefánsdóttir ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. Dagskrá: I.      Fundargerðir til staðfestingar  1. a) 46. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá       27. ágúst             https://www.arborg.is/46-fundur-baejarrads-2/ 2. a) 1501029             Fundargerð félagsmálanefndar     13. fundur     frá       25. ágúst             https://www.arborg.is/13-fundur-felagsmalanefndar/       b) 1501031             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar        16. fundur     frá       26. ágúst             https://www.arborg.is/16-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/       c) 1501028             Fundargerð fræðslunefndar          12. fundur     frá       27. ágúst             https://www.arborg.is/12-fundur-fraedslunefndar-2/       d) 47. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 3. september             https://www.arborg.is/47-fundur-baejarrads-2/  3.    a) 1501026             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar       14. fundur     frá   2. september             https://www.arborg.is/14-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/         b) 1501030             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar          12. fundur     frá   2. september             https://www.arborg.is/12-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/       c) 48. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 10. september             https://www.arborg.is/48-fundur-baejarrads-2/   -liður 2 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, mál nr. 1507111, fjörustígur 2015, útboð og framkvæmdir við göngu- og hjólastíg á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls. -liður 22 í fundargerð fræðslunefndar, mál nr. 1508113, áskorun Barnaheilla til sveitarfélaga um gjaldfrjálsan grunnskóla. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Magnús Gíslason, D-lista, tóku til máls. -fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. -liður 8 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1508128, umsókn um breytta notkun á bílskúr að Grundartjörn 3, Selfossi. Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, einnig um mál nr. 10, 1508130, stöðuleyfi til notkunar fyrir geymslu undir kajaka. -liður 3 og 4 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 1508127 og 1508181 umsóknir um lóðina Heiðarveg 1. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. II:    1508178             Málefni flóttamanna – Áskorun frá ungmennaráði Árborgar Lögð var fram eftirfarandi áskorun: Ungmennaráð Árborgar skorar á bæjarstjórn að stofna starfshóp sem hefur það að markmiði að undirbúa komu flóttamanna til sveitarfélagsins á næstu mánuðum. Ungmennaráðið telur að Sveitarfélagið Árborg og þéttbýliskjarnar þess séu vel í stakk búnir til að taka á móti flóttafólki.   Ari B. Thorarensen, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn þakkar erindið. Á fundi bæjarráðs hinn 10. september sl. var samþykkt að taka jákvætt í erindi Velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks og er undirbúningsvinna hafin. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, félagsmálastjóri og fræðslustjóri vinna að málinu í samráði við Velferðarráðuneyti og aðra samstarfsaðila, meðal annars hefur verið rætt við nágrannasveitarfélög um samvinnu vegna málsins. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.   III.       1508178             Ályktun frá Bjartri framtíð í Árborg um málefni flóttamanna  Viðar Helgason, Æ-lista, fylgdi ályktuninni úr hlaði. Björt framtíð í Árborg vill koma á framfæri ánægju með þá ákvörðun sveitarfélagsins að undirbúa hugsanlega móttöku flóttafólks. Björt framtíð hvetur jafnframt til skjótra vinnubragða þar sem neyðin er brýn og þessi málefni þola enga bið. Grunnskylda samfélaga er að skapa öruggt umhverfi og nauðsynlegt að horfa á það í stærra samhengi. Sagan hefur sýnt að tímabundin aðstoð og eða stuðningur skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Björt framtíð telur mikilvægt að reynt verði að stuðla að samvinnu milli nærliggjandi sveitarfélaga til að veita flóttafólki sem besta möguleika á öruggu umhverfi og góðum lífsskilyrðum, enda sé það samfélagsleg ábyrgð okkar  allra að huga að þeim sem minna mega sín. Björt framtíð í Árborg hvetur sveitarfélagið til að hraða ferlinu eins og kostur er og kalla nágranna okkar að borðinu. Samtakamáttur sveitarfélaga á Suðurlandi er mikill og saman getum við lyft grettistaki í málefnum flóttafólks. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði að bæjarfulltrúar S-lista taki undir bókunina. Kjartan Björnsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Magnús Gíslason, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  IV.     1509091             Fyrirspurnir um umhverfisvæna innkaupastefnu             Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi fyrirspurninni úr hlaði. Fyrirspurn á Bæjarstjórnarfundi á degi íslenskrar náttúru 16.september 2015: 1.  Hefur Svf. Árborg sett sér umhverfisvæna innkaupastefnu? 2. Er umhverfisstefnan virk og eru starfsmenn sveitarfélagsins meðvitaðir um stefnuna? Umhverfisvæn innkaup snúast um að velja umhverfisvænar vörur fremur en þær sem valda meiri skaða á umhverfinu. Mikilvægt er að kaupa þá vöru sem hefur í för með sér minnstan úrgang, lágmarkar notkun á hráefni og orku og hefur minnsta mögulegt magn efna sem skaðleg eru umhverfinu og heilsu manna. Við innkaup er nauðsynlegt að skoða ekki eingöngu stofnkostnað heldur einnig líftímakostnað, þ.e. þann kostnað sem felst í notkun vörunnar, s.s. orkunotkun, viðhald, kostnað við förgun o.s.frv. Undirrituð leggja ríka áherslu á að stofnanir Svf. Árborgar séu í fararbroddi þegar kemur að því að ganga eins vel og kostur er um umhverfið. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista             Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi svar: Í innkaupastefnu Árborgar sem birt er á vefnum (https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2012/04/Innkaupastefna-Sveitarfélagsins-Arborgar-des.2009.pdf) er kveðið á um að við innkaup skuli taka tillit til gæða, umhverfissjónarmiða og verðlags. Innkaupastefnan er virk og starfsmenn þekkja til hennar og tilheyrandi innkaupareglna. Í útboðum er, þar sem við á, gerð krafa um þætti sem snúa að umhverfissjónarmiðum, hvort sem um er að ræða kaup á þjónustu eða vörum,sjá t.d. eftirfarandi texta úr útboðsgögnum: Stuðull varðandi mengun/útblástur í flutningum: Bifreiðar sem notaðar eru við söfnun og flutning úrgangs til móttökustöðvar skulu að lágmarki uppfylla EURO IV en frá 1. júlí 2013 uppfylla EURO V kröfur eða nota metan eldsneyti. Kröfur um hreinlætisvörur í útboði á ræstingum: Allar hreinlætisvörur (fljótandi sápur, sápustykki, pappírshandþurrkur, salernispappír,handklæði og ruslapokar o.þ.h.) skal verktaki leggja til. Allar hreinlætisvörur skulu vera umhverfisvænar. 2.1.3 Notkun á efnum og tækjum, ábyrgð verktaka. Allar hreinlætisvörur sem verktaki leggur til skulu vera umhverfisvænar og háðar samþykki verkkaupa. Við þrif og ræstingar skal eingöngu nota hreinsiefni sem hvorki skaða byggingarefni þeirra hluta sem verið er að þrífa né umhverfi þeirra. Velja skal hreinsiefni sem byggingarefni viðkomandi hlutar þolir hvað best, þó þannig að viðunandi árangur náist. Meðferð og val hreinsiefna skal ætíð vera eftir leiðbeiningum framleiðenda hreinsiefna m.t.t. þeirra áhalda sem notuð eru. Almennt þá skulu hreinsiefni vera laus við óþarfa aukaefni svo sem litar- og lyktarefni, þ.e.a.s. þau skulu vera umhverfisvæn. Þannig skulu öll efni hafa viðurkennd umhverfismerki. Öll hreinsiefni skulu vera prófuð fyrir húðertingu og uppfylla kröfur heilbrigðisyfirvalda þar að lútandi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar  V.    1509090             Tillaga um breytingu á dreifisvæði raforku í Sveitarfélaginu Árborg  Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að hefja vinnu við að fá fram breytingar á skiptingu dreifisvæðis, fyrir raforku, í Sveitarfélaginu Árborg. Sú vinna hlýtur að hefjast með samtali við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og síðan aðra aðila ef með þarf. Greinargerð: Það að íbúar sveitarfélagsins skuli ekki njóta sömu kjara hvað viðkemur dreifingu á raforku innan sveitarfélagsins, er með öllu óásættanlegt. Það að gömul „hreppamörk“ dreifingarsvæða rafmagns skuli bitna á íbúum þess, eftir því hvort þeir búa sunnan við götu eða norðan megin hennar, í nýjum hverfum eða gömlum, getur ekki talist eðlilegt. Sama á við um marga aðra íbúa sveitarfélagsins. Að fá þetta leiðrétt getur skipt þessa íbúa miklu máli og hlaupið á stórum upphæðum ár hvert. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.              Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:12. Ásta Stefánsdóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen Magnús Gíslason Kjartan Björnsson Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdótti Viðar Helgason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica