Almenn afgreiðslumál |
1. |
1511074 - Fundargögn fræðslunefndar |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, lagði til að útprentun fundargagna fyrir fundi í fræðslunefnd verði að mestu hætt en þess í stað verði þeim varpað upp á sýningartjald á fundum nefndarinnar. Þá geta þeir sem hafa aðgang að fartölvu og/eða spjaldtölvu nýtt þær á fundunum þar sem þráðlaust net er til staðar í Ráðhúsi Árborgar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1510203 - Starfsdagar á leikskólanum Hulduheimum skólaárið 2015-2016 |
|
Bréf frá leikskólastjóra þar sem sótt er um breytingu á dagsetningu skipulagsdaga vegna námsferðar starfsfólks Hulduheima til Brighton 20.-24. apríl 2016. Með bréfinu fylgir dagskrá námsferðarinnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1510209 - Starfsáætlun Jötunheima 2015-2016 |
|
1. Starfsáætlun Jötunheima er hugsuð sem skýr leiðarvísir að því starfi sem fram fer í leikskólanum. 2. Bréf frá foreldraráði Jötunheima, dags. 28. október 2015, þar kemur m.a. fram að ráðið samþykki áætlunina. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina. |
|
|
|
4. |
1505048 - Fjárhagsáætlun 2016 |
|
Í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu stjórnenda á fræðslusviði, fjármálasviði og hjá bæjarfulltrúum sveitarfélagsins hefur verið ákveðið að leggja eftirfarandi til sem gæti stuðlað að hagræðingu í málaflokki 04 ‒ fræðslumál. 1) Allir leikskólar sveitarfélagsins og frístundaheimili (skólavistun) grunnskólanna loki á næsta ári kl. 16:30 á daginn. Hagræðing nemur a.m.k. 6,2 milljónum kr. 2) Fræðslustjóra og stjórnendum leik- og grunnskóla verði falið í samstarfi við yfirmenn skólamötuneyta að vinna að samræmingu matseðla og hagræða með því í matarinnkaupum. Bókun fræðslunefndar: Það er aldrei óskastaða að minnka þjónustustig við íbúa í sveitarfélaginu en með því að fara þessa leið er komið í veg fyrir að skerða faglegt starf og þjónustu við börnin á dvalartíma þeirra í skólunum. Mörg sveitarfélög á Íslandi hafa nú þegar farið þessa leið. Það er skoðun fræðslunefndar að æskilegt sé að foreldrar fái góðan aðlögunartíma að þessum breytingum. Fræðslunefnd líst vel á tillöguna um skólamötuneytin. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1511073 - Sumarlokanir leikskóla 2016 |
|
Kynning á foreldrakönnun sem verður send út í vikunni. |
|
|
|
6. |
1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 3. nóvember 2015 til kynningar. |
|
|
|
7. |
1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 23. október 2015 til kynningar. |
|
|
|
8. |
1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag |
|
Til kynningar. - Kynningarbréf fræðslustjóra frá 30. október 2015. - Dagskrá og ferðaáætlun lærdómssamfélagshópsins sem fer til Glasgow í næstu viku. |
|
|
|
9. |
1510113 - Danskur farkennari á Suðurlandi veturinn 2015-2016 |
|
Til kynningar. Bréf frá menntavísindasviði HÍ, dags. 3. október 2015. |
|
|
|
10. |
1510147 - Ungt fólk 2015 |
|
Þrjár skýrslur um hagi og líðan ungs fólks í Árborg. - Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk 2015. - Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014. - Vímuefnanotkun ungs fólks í Árborg (8., 9. og 10. bekkur árið 2015). Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur, kennara, foreldra og fulltrúa í forvarnarhópi Árborgar að rýna vel í niðurstöðurnar og vinna að umbótum þar sem þörf er á. |
|
|
|
11. |
1501045 - Álfheimafréttir |
|
Til kynningar. - Álheimafréttir í október 2015 en þar er m.a. kynning á foreldraráði 2015-2016. - Álfheimafréttir í nóvember 2015. Þar eru m.a. fundargerðir foreldraráðs frá 13. október 2015 og 3. nóvember 2015. |
|
|
|
12. |
1511046 - Fréttabréf Árbæjar |
|
Fréttabréf í nóvember 2015 til kynningar.Þar er m.a. aðalfundur foreldraráðs auglýstur en fundurinn var haldinn 9. nóvember sl. |
|
|
|
13. |
1511045 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots |
|
Fréttabréf í nóvember 2015 til kynningar. |
|
|
|
14. |
1511025 - Dagur gegn einelti 2015 |
|
Til kynningar. Frétt Menntamálastofnunar um hvatningarverðlaun sem voru veitt á Degi gegn einelti. |
|
|
|
15. |
1511001 - Dagur leikskólans 2016 og viðurkenningin Orðsporið |
|
Til kynningar. Bréf, dags. 27. okt. 2015, frá samstarfshópi um Dag leikskólans. |
|
|
|
16. |
1510112 - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2015 |
|
Til kynningar. Bréf, dags. 7 október 2015, frá mennta- og menningarmálaráðherra og forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. |
|
|
|
17.
|
1511027 - Skjalavistunaráætlun leikskólans Brimvers/Æskukots fyrir 2015-2020
|
|
Til kynningar. Bréf frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, dags. 30. okt. 2015, þar sem skjalavistunaráætlun Brimvers-Æskukots er samþykkt. |
|
|
|
18. |
1511059 - Skjalavistunaráætlun Árbæjar |
|
Til kynningar. Bréf frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, dags. 28. okt. 2015, þar sem skjalavistunaráætlun Árbæjar er samþykkt. |
|
|
|
19. |
1502113 - Vinnumat og gæsla. Niðurstöður könnunar 2015. |
|
Til kynningar. Niðurstöður könnunar 2015. |
|
|
|
20. |
1510111 - Breyting á aðalnámskrá grunnskóla |
|
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 8. okt. 2015, til kynningar. Íris Böðvarsdóttir þurfti að víkja af fundi kl. 18:22. |
|
|
|
21. |
1511032 - Breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla |
|
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 29. okt. 2015, til kynningar. |
|
|
|
22. |
1511035 - Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2016 |
|
Bréf frá Önnu Þóru Ísfold, dags. 3. nóvember 2015, til kynningar. |
|
|
|
23. |
1511033 - Skóli án aðgreiningar - mat á framkvæmd stefnu |
|
Til kynningar. - Skýrsla starfshóps frá maí 2015. - Úttekt á menntun án aðgreiningar. Frétt frá 3. nóvember 2015 um undirritun samnings við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar. |