Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.11.2015

15. fundur fræðslunefndar

15. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. nóvember 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1511074 - Fundargögn fræðslunefndar
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, lagði til að útprentun fundargagna fyrir fundi í fræðslunefnd verði að mestu hætt en þess í stað verði þeim varpað upp á sýningartjald á fundum nefndarinnar. Þá geta þeir sem hafa aðgang að fartölvu og/eða spjaldtölvu nýtt þær á fundunum þar sem þráðlaust net er til staðar í Ráðhúsi Árborgar. Samþykkt samhljóða.
2. 1510203 - Starfsdagar á leikskólanum Hulduheimum skólaárið 2015-2016
Bréf frá leikskólastjóra þar sem sótt er um breytingu á dagsetningu skipulagsdaga vegna námsferðar starfsfólks Hulduheima til Brighton 20.-24. apríl 2016. Með bréfinu fylgir dagskrá námsferðarinnar. Samþykkt samhljóða.
3. 1510209 - Starfsáætlun Jötunheima 2015-2016
1. Starfsáætlun Jötunheima er hugsuð sem skýr leiðarvísir að því starfi sem fram fer í leikskólanum. 2. Bréf frá foreldraráði Jötunheima, dags. 28. október 2015, þar kemur m.a. fram að ráðið samþykki áætlunina. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
4. 1505048 - Fjárhagsáætlun 2016
Í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu stjórnenda á fræðslusviði, fjármálasviði og hjá bæjarfulltrúum sveitarfélagsins hefur verið ákveðið að leggja eftirfarandi til sem gæti stuðlað að hagræðingu í málaflokki 04 ‒ fræðslumál. 1) Allir leikskólar sveitarfélagsins og frístundaheimili (skólavistun) grunnskólanna loki á næsta ári kl. 16:30 á daginn. Hagræðing nemur a.m.k. 6,2 milljónum kr. 2) Fræðslustjóra og stjórnendum leik- og grunnskóla verði falið í samstarfi við yfirmenn skólamötuneyta að vinna að samræmingu matseðla og hagræða með því í matarinnkaupum. Bókun fræðslunefndar: Það er aldrei óskastaða að minnka þjónustustig við íbúa í sveitarfélaginu en með því að fara þessa leið er komið í veg fyrir að skerða faglegt starf og þjónustu við börnin á dvalartíma þeirra í skólunum. Mörg sveitarfélög á Íslandi hafa nú þegar farið þessa leið. Það er skoðun fræðslunefndar að æskilegt sé að foreldrar fái góðan aðlögunartíma að þessum breytingum. Fræðslunefnd líst vel á tillöguna um skólamötuneytin.
Erindi til kynningar
5. 1511073 - Sumarlokanir leikskóla 2016
Kynning á foreldrakönnun sem verður send út í vikunni.
6.   1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 3. nóvember 2015 til kynningar.
7. 1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
Fundargerð frá 23. október 2015 til kynningar.
8. 1503028 - Erasmus+ verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag
Til kynningar. - Kynningarbréf fræðslustjóra frá 30. október 2015. - Dagskrá og ferðaáætlun lærdómssamfélagshópsins sem fer til Glasgow í næstu viku.
9. 1510113 - Danskur farkennari á Suðurlandi veturinn 2015-2016
Til kynningar. Bréf frá menntavísindasviði HÍ, dags. 3. október 2015.
10. 1510147 - Ungt fólk 2015
Þrjár skýrslur um hagi og líðan ungs fólks í Árborg. - Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk 2015. - Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014. - Vímuefnanotkun ungs fólks í Árborg (8., 9. og 10. bekkur árið 2015). Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur, kennara, foreldra og fulltrúa í forvarnarhópi Árborgar að rýna vel í niðurstöðurnar og vinna að umbótum þar sem þörf er á.
11. 1501045 - Álfheimafréttir
Til kynningar. - Álheimafréttir í október 2015 en þar er m.a. kynning á foreldraráði 2015-2016. - Álfheimafréttir í nóvember 2015. Þar eru m.a. fundargerðir foreldraráðs frá 13. október 2015 og 3. nóvember 2015.
12. 1511046 - Fréttabréf Árbæjar
Fréttabréf í nóvember 2015 til kynningar.Þar er m.a. aðalfundur foreldraráðs auglýstur en fundurinn var haldinn 9. nóvember sl.
13. 1511045 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots
Fréttabréf í nóvember 2015 til kynningar.
14. 1511025 - Dagur gegn einelti 2015
Til kynningar. Frétt Menntamálastofnunar um hvatningarverðlaun sem voru veitt á Degi gegn einelti.
15. 1511001 - Dagur leikskólans 2016 og viðurkenningin Orðsporið
Til kynningar. Bréf, dags. 27. okt. 2015, frá samstarfshópi um Dag leikskólans.
16. 1510112 - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2015
Til kynningar. Bréf, dags. 7 október 2015, frá mennta- og menningarmálaráðherra og forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
17.    1511027 - Skjalavistunaráætlun leikskólans Brimvers/Æskukots fyrir 2015-2020  
Til kynningar. Bréf frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, dags. 30. okt. 2015, þar sem skjalavistunaráætlun Brimvers-Æskukots er samþykkt.
18. 1511059 - Skjalavistunaráætlun Árbæjar
Til kynningar. Bréf frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, dags. 28. okt. 2015, þar sem skjalavistunaráætlun Árbæjar er samþykkt.
19. 1502113 - Vinnumat og gæsla. Niðurstöður könnunar 2015.
Til kynningar. Niðurstöður könnunar 2015.
20. 1510111 - Breyting á aðalnámskrá grunnskóla
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 8. okt. 2015, til kynningar. Íris Böðvarsdóttir þurfti að víkja af fundi kl. 18:22.
21. 1511032 - Breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 29. okt. 2015, til kynningar.
22. 1511035 - Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2016
Bréf frá Önnu Þóru Ísfold, dags. 3. nóvember 2015, til kynningar.
23. 1511033 - Skóli án aðgreiningar - mat á framkvæmd stefnu
Til kynningar. - Skýrsla starfshóps frá maí 2015. - Úttekt á menntun án aðgreiningar. Frétt frá 3. nóvember 2015 um undirritun samnings við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30
Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir Birgir Edwald
Ingibjörg Stefánsdóttir Már Ingólfur Másson
Málfríður Erna Samúelsd. Aðalbjörg Skúladóttir
Brynja Hjörleifsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica