Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.2.2011

15. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

15. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. febrúar 2011  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Óðinn Andersen, varamaður V-lista.

Dagskrá:

1.  1009059 - Gjaldskrá Selfossveitna frá 2010
 Tillaga um að lið II. b. í gjaldskrá Selfossveitna verði breytt á þann hátt að í stað " Holtabyggð, Tjarnabyggð, byggð við Votmúlaveg?”  standi  Holtabyggð, Tjarnabyggð, byggð við Votmúlaveg og bæir austan við Stokkseyri.

  Samþykkt.
   
2.  0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
 Eftir að hafa yfirfarið tilboðsgögn og fengið álit frá bæjarlögmanni,er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé unnt að taka tilboði lægstbjóðanda. Bæjarlögmanni er falið að svara tilboðsgjafa.
   
3.  0504050 - Verkstaða BES Stokkseyri.
 Farið yfir stöðu framkvæmda. Lokaúttekt fer fram í dag 9. febrúar 2011. Samantekt kostnaðar verður lögð fram á næsta fundi.
   
4.  1010065 - Verklagsreglur við snjómokstur
 Farið yfir verklagsreglur í snjómokstri. Áhersla verður lögð á að ryðja gangstéttar og göngustíga fyrir skólabörn og aðra gangandi vegfarendur.
   
5.  1102024 – Verkið, aðveita vatnsveitu Árborgar 2011
 Farið yfir stöðu verksins. Verið er að ræða við lægstbjóðanda.
  
Fundarhlé var gert kl.10:00. Fundi var haldið áfram kl. 15:30. Fundarlok voru kl. 17:00.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:00

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson  
Óðinn Andersen


Þetta vefsvæði byggir á Eplica