15. fundur hverfisráðs Selfossi
Hverfisráð Selfossi. 15. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, þriðjudaginn 10. desember 2013.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, S.Hafstein Jóhannesson, Katrín Klemenzardóttir og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir og Böðvar Jens Ragnarsson.
Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.
Fundi lauk kl. 18:15.
Dagskrá:
-
Fundagerð fundar dags. 14. október, samþykkt.
-
Jólatorgið.
-
Leiguhúsnæði.
-
Kattahald.
-
Næsti fundur.
Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.
-
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
-
Lagt er til að skoðað verði með aðra staðsetningu á jólatorginu á Selfossi. Staðsetning þess dragi úr hlýleika og lítið spennandi virkar að heimasækja það á laugardögum þegar opið er. Búið sé að gera tilraun með jólatorgið undanfarin ár sem að mati ráðsfólks hefði mátt takast betur. Kannki spilar lítill opnunartími eitthvað inn í. Hvað er t.d. að því að hafa opið á Þorláksmessu ef leigutakar óska þess sjálfir?
-
Er lausn á húsnæðisvanda margra íbúa sveitarfélagsins í sjónmáli þar sem ekki er hægt að fá leigt eitthvað af því auða húsnæði sem stendur á Selfossi?
-
Hvað líður vinnu við endurskoðaða kattasamþykkt? Hverfaráðið hvetur bæjaryfirvöld til skilvirkari vinnutilhögunar. Þegar köttur er kominn einn út fyrir lóð eigenda er hann lausagönguköttur en lausaganga katta er óleyfileg skv. 5. gr. núverandi samþykktar um kattahald. Mælt er með:
-
að skráningargjöld katta verði hækkuð og tekið upp hóflegt árgjald
-
að fjöldi katta á heimili sé takmarkaður,
-
þegar íbúi nær lausagönguketti skal færa hann til dýraeftirlitsmanns. Hvort sem íbúi eða dýraeftirlitsmaður nær ketti skal hann geymdur þar til eigandi leysir hann út skv. 3. gr. gjaldskrár um kattahald.
-
Ef köttur er ómerktur, óskráður eða árgjald ógreitt skal hann svæfður innan 3ja sólahringa undantekningarlaust.
-
Sveitarfélagið auki viðveru dýraeftirlitsmanns og auglýsi vel aðgengi hans.
Næsti fundur: Annar þriðjudagur í febrúar, 11. febrúar 2014, kl. 17.00.