17.12.2015
15. fundur íþrótta- og menningarnefndar
15. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1510085 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015 |
|
Farið yfir drög að dagskrá uppskeruhátíðarinnar sem verður kl.19:30 þann 29.desember í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fram kom að dagskráin væri með hefðbundnu sniði, afhentar eru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu og styrkir úr afrekssjóðum og íþróttakarl og -kona Árborgar krýnd. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1512042 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2016 |
|
Farið yfir drög að viðburðadagatali í Sveitarfélaginu Árborg 2016. Rætt um dagsetningar á þeim hátíðum sem heyra beint undir sveitarfélagið og ákveðið að Vor í Árborg verði helgina 21. - 24. apríl 2016. Ákveðið að halda fund með hátíðarhöldurum í janúar nk. og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1512041 - Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2015 |
|
Rætt um hvaða félag/deild fái hvatningarverðlaun ÍMÁ árið 2015. Valið er skráð í fundagerðabók en verður tilkynnt á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 29.des. nk. í sal FSu. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. |
1512043 - Skemmdir á Selfossvelli |
|
Rætt um þær skemmdir sem unnar voru á frjálsíþróttaaðstöðunni á Selfossvelli fyrir stuttu þegar ekið var inn á völlinn að næturlagi. Nefndin leggur ríka áherslu á að hliðin inn á völlinn verði löguð sem fyrst og haldið lokuðum þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að keyrt sé inn á völlinn. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:25
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |