151. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
151. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 1. október 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari
Erindi til kynningar:
- 1. 0809169 - Tilraun með skólphreinsun
Framkvæmdastjóri kynnti hvernig tilraun mun vera háttað. Reiknað er með að tilraunin standi yfir í mánuð. Tilraunin felst í nýrri og hagkvæmari hreinsun frárennslis. - 2. 0801166 - Framkvæmdalisti 2008
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.
Björn Ingi Gíslason spurði um hver staða viðgerða gangstétta væri.
Torfi Áskelsson lagði fyrirspurn um reiðveg milli Eyrarbakka og Selfoss.
Framkvæmdastjóra var falið að hafa samband við Vegagerðina vegna brúar yfir ræsi á reiðveg milli Eyrarbakka og Selfoss. - 3. 0801167 - Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008
29 september 2008 eru 7894 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6531
Í Sandvík 191
Á Eyrarbakk og dreifbýli 601
Á Stokkseyri og dreifbýli 555
Óstaðsettir 16
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30
Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir