Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.2.2007

151. fundur þjónustuhóps aldraðra

 

151. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn miðvikudaginn 21. febrúar 2007  kl.09.00 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Mættir:  Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Þorgerður J. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi eldri borgara.

 

Formaður leitar afbrigða við dagskrá fundarboðsins,  hópurinn samþykkir samhljóða.

 

1. Málþingið “Heima er best”  sem haldið var 23. nóvember 2006.  Þorgerður, sérfræðingur í öldrunarmálum og Unnur, hjúkrunarstjóri greindu frá þeim erindum sem voru á dagskrá.

 

2. Sagt frá fræðslufundi Vinafélags Ljósheima, sem haldinn var 15. nóvember 2006.

 

3. Fréttabréf félags eldri borgara lagt fram til kynningar.  Heimahjúkrun óskar eftir eintökum til dreifingar inn á þau heimili sem hún fer á.
Árna Guðmundssyni falið að afla eintaka.

 

4. Ráðstefnan “Er öldrun úreld”  sem halda á 22. og 23. febrúar n.k.  kynnt.

 

5.  Fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Selfossi varðandi könnun á þjónustu aldraðra innan LEB.  Félagið óskar eftir aðstoð við upplýsingaöflun varðandi þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu og hvernig megi gera þjónustuna betri.
Hópurinn mun verða við erindinu.

 

Árni Guðmundsson víkur af fundi.

 

6.  Vistunarmat fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 10:50

 

Egill Rafn Sigurgeirsson                       
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir                 
Þorgerður J. Guðmundsdóttir
Árni Guðmundsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica