Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.9.2013

151. fundur bæjarráðs

151. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 12. september 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn   afgreiðslumál

1.

1208044 - Flutningur   á smíðastofu á Stokkseyri

 

Bæjarráð felur   framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að koma með tillögu að úrlausn málsins.

 

   

2.

1301198 -   Skólaskrifstofa Suðurlands, ályktun um að hraða vinnu við uppgjör

 

Í framhaldi af   samhljóða samþykkt aukaaðalfundar Skólaskrifstofu Suðurlands um að   Skólaskrifstofunni verði slitið hvetur bæjarráð stjórn Skólaskrifstofunnar   til að hraða undirbúningi að slitum eins og kostur er í ljósi sameiginlegra   hagsmuna allra aðildarsveitarfélaganna.

 

   

3.

0912088 - Erindi   Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, beiðni um áframhaldandi afnot af lóðum

 

Bæjarráð felur   framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að svara erindinu.

 

   

4.

1309037 - Kynning á   námskeiði Æskulýðsvettvangsins - Verndum þau

 

Bæjarráð vísar erindinu   til fræðslunefndar.

 

   

5.

1309038 - Beiðni   Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, endurnýjun -   Veisluþjónusta Suðurlands

 

Bæjarráð veitir jákvæða   umsögn um erindið.

 

   

6.

1308113 - Tilnefning   til frumkvöðlaviðurkenningar

 

Bæjarráð tilnefnir   Konubókastofuna á Eyrarbakka til frumkvöðlaviðurkenningar til viðbótar við þá   aðila sem áður voru tilnefndir.

 

   

7.

1206085 - Heimsókn   Valdimars Árnasonar, rekstraraðila farfuglaheimilis að Austurvegi 28

 

Valdimar Árnason kom á   fund bæjarráðs.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1306090 - Niðurstaða   endurútreiknings á láni hjá Íslandsbanka

 

Lagt var fram bréf   Íslandsbanka um endurútreikning á láni sem talið var bera með sér ólögmæta   gengistryggingu.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.

Eyþór Arnalds

 

Sandra   Dís Hafþórsdóttir

Eggert V.   Guðmundsson

 

Helgi   Sigurður Haraldsson

Ásta   Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica