Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.3.2007

152. fundur þjónustuhóps aldraðra

 

152. fundur þjónustuhóps aldraðra, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2007  kl.09.00 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Mættir:  Egill Rafn Sigurgeirsson, yfirlæknir, Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, Þorgerður J. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum aldraðra og Árni Guðmundsson, fulltrúi eldri borgara.

 

1. Ný gjaldskrá sveitarfélags Árborgar í félagslegri heimaþjónustu lögð fram til kynningar.

 

2.Hækkun á leigu félagslegra leiguíbúða aldraðra lögð fram til kynningar.

 

3. Svar við fyrirspurn frá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins lagt fram til kynningar.

 

4. Þjónustuhópurinn fagnar framtaki Sólvalla að leggja eigi niður 2ja manna herbergi.
Þjónustuhópurinn vill vekja athygli á að enginn hjúkrunarfræðingur starfar hjá Sólvöllum þrátt fyrir að heimilið hafi leyfi fyrir 3 hjúkrunarrými.

Egill Rafn Sigurgeirsson vék af fundinum undir þessum lið.

 

5. Svar við könnun á íþróttaiðkun aldraðra og þörf fyrir leiðbeinendur frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, lögð fram til kynningar.

 

6. Málþingið Mótum framtíð, sem haldið verður á Grand Hótel dagana 29. og 30. mars  2007, lagt fram til kynningar.

 

Árni Guðmundsson víkur af fundi.

 

7. Vistunarmat fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00

 

Egill Rafn Sigurgeirsson                       
Unnur Þormóðsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir                 
Þorgerður J. Guðmundsdóttir
Árni Guðmundsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica