Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.9.2013

152. fundur bæjarráðs

152. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 19. september 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301010 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

39. fundur haldinn 10. september

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

9. fundur haldinn 11. september

 

-liður 2, 1308071 heimsókn Eyþórs Inga í leik- og grunnskóla Árborgar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 250.000 vegna verkefnisins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er afar ánægjulegt að eftir langan tíma niðurskurðar og ráðdeildar í rekstri Sveitarfélagsins hafi skapast svigrúm til þess að greiða fyrir ýmsar uppákomur í leik- og grunnskólum sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.  Undirritaðri þykir eðlilegt  að framvegis komi fagfólk í leik- og grunnskólum Sveitarfélagsins með óskir um viðbótarfjárframlög vegna uppákoma í skólunum þannig að þær séu í samræmi við stefnu, áætlanir og  þarfir sem hver og einn skóli hefur. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

 

Fundargerðin staðfest.

 

 

 

3.

1301009 - Fundargerð fræðslunefndar

 

36. fundur haldinn 12. september

 

-liður 2, 1308122, styrkbeiðni vegna leikrits um umferðarfræðslu í skólum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 105.000 vegna verkefnisins.

-liður 3, 1306038, sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla. Bæjarráð býður Þórdísi H. Ólafsdóttur, kennsluráðgjafa, velkomna.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

1304213 - Fundargerðir Borgarþróunar 2013

 

Stjórnarfundur haldinn 12. september Aðalfundur haldinn 12. september

 

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1309091 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013-2014, erindi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að sækja um byggðakvóta.

 

   

6.

1309067 - Verkefnið Maxi kætist í kór, tónleikaferð sinfóníuhljómsveitar Íslands og kórs á Selfoss 23. apríl 2014

 

Bæjarráð fagnar verkefninu enda eðlilegt að börn á landsbyggðinni fái að njóta krafta sinfóníuhljómsveitarinnar. Bæjarráð samþykkir að styðja verkefnið með þeim hætti sem lýst er í bréfinu.

 

   

7.

1309052 - Styrkbeiðni - listnám í Camberwell College of Art

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.

 

   

8.

1309119 - Beiðni um kaup á sturtustól fyrir fatlaða í Sundhöll Selfoss

 

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 383.000 vegna kaupa á sturtustól fyrir fatlaða í Sundhöll Selfoss.

 

   

9.

1306033 - Beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna Menningarmánaðarins október 2013

 

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 600.000 vegna menningarviðburða á dagskrá Menningarmánaðarins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: 

Menningarmánuðurinn október hefur verið virkilega skemmtileg viðbót við hinar ýmsu menningarlegu uppákomur sem eru í Sveitarfélaginu Árborg. Hátíðin er að festa sig í sessi og í ár rennur 4.menningarmánuðurinn upp. Það er óeðlilegt að sækja þurfi um viðbótarfjármagn í menningarmánuðinn á hverju ári og ætti að vera hægt að vinna þetta innan þess fjárhagsramma sem settur er í fjárhagsáætlun eins og viðgengst í öðrum málaflokkum.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista. 

 

   

10.

1309120 - Beiðni Örnu Írar Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista, um upplýsingar og samanburð á launum karla og kvenna í sambærilegum störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg, ásamt tillögu Helga S. Haraldssonar, B-lista, um sama efni, sem vísað var til bæjarráðs af bæjarstjórn á síðasta fundi.

 

Lögð var fram tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista:

Undirrituð óskar eftir upplýsingum og samanburði á launum karla og kvenna í sambærilegum störfum hjá sveitarfélaginu. 

Greinargerð:
Að undanförnu hafa verið fréttir í fjölmiðlum af niðurstöðum kannana hinna ýmsu stéttarfélaga þar sem fram kemur að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál. Niðurstöðurnar hafa sýnt að launamunur kynjanna hefur verið að aukast hjá sveitarfélögum á Íslandi auk þess sem launamunurinn er meiri á Suðurlandi en í öðrum landshlutum. Jafnréttislögin leggja vinnuveitendum m.a. þær skyldur á herðar að tryggja að konur og karlar fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Það er mín ósk að Sveitarfélagið Árborg sé fyrirmyndarsveitarfélag í jafnréttismálum. Það er skylda okkar sveitastjórnarmanna að fylgjast vel með því að farið sé að lögum á þessu sviði eins og öðrum.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

Lögð var fram tillaga Helga S. Haraldssonar, B-lista:

Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera athugun á því hvort kynbundinn launamunur sé til staðar hjá starfsfólki þess í sambærilegum stöðum/störfum.  Niðurstaða þeirrar athugunar liggi fyrir eigi síðar en 16.október 2013 og verði þá kynnt fyrir bæjarfulltrúum sveitarfélagsins.

Kynbundinn launamunur er því miður enn staðreynd á Íslandi. Í fréttum nýlega kom fram að samkvæmt könnun væri hann einna mestur á Suðurlandi.  Það er ólíðandi og nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slíkt sé til staðar hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

Framkvæmdastjóra er falið að vinna að undirbúningi könnunar á launamun kynja í samræmi við jafnréttisáætlun sveitarfélagins sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 20. febrúar 2013 en þar segir meðal annars: 
"Verkefni: Gerðar verði kannanir og samanburður á launum tiltekinna launahópa með það að markmiði að jafna  launin ef kannanir sýna mismunun. Þá verði borin saman yfirvinna hópa karla og kvenna í sambærilegum  störfum. 2014 verði gerð könnun á launamun kynja hjá starfsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar. 

Ábyrgð: Framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar." 

Verkefninu verði flýtt frá því sem gert er ráð fyrir í jafnréttisáætluninni eins og kostur er.

 

   

Erindi til kynningar

11.

1309062 - Ágóðahlutagreiðsla Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands

 

Lögð var fram tilkynning Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.

 

   

12.

1309082 - Ferðamálaþing 2013 - Ísland alveg milljón

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

1309101 - Tillaga að nýjum samþykktum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica