153. fundur bæjarráðs
153. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 26. september 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
58. fundur haldinn 28. ágúst 59. fundur haldinn 18. September |
||
Fundargerðirnar staðfestar. |
||
|
||
2. |
1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
30. fundur haldinn 17. september |
||
-liður 7, 1309113, styrkumsókn, Klúbburinn Geysir. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 50.000 enda nýta íbúar í Sveitarfélaginu Árborg þjónustuna. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1309135 - Fundargerð Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða |
|
Aðalfundur haldinn 29. apríl |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1301198 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
154. fundur haldinn 18. september |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
5. |
1303086 - Fundargerðir stjórnar þjónusturáðs Suðurlands í málefnum fatlaðra 2013 |
|
3. fundur haldinn 24. apríl 4. fundur haldinn 10. maí |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. |
||
|
||
6. |
1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
808. fundur haldinn 13. september |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
7. |
1301266 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
469. fundur haldinn 20. september |
||
-liður 13, bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála hvað varðar hjúkrunarrými á svæðinu. Sveitarfélagið Árborg lýsir sig reiðubúið til viðræðna við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarrýma á sveitarfélaginu og er opið fyrir ólíkum leiðum til uppbyggingar. Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
8. |
1301198 - Kosning á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
Bæjarráð samþykkir að Ásta Stefánsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Skólaskrifstofu Suðurlands. |
||
|
||
9. |
1309158 - Beiðni Héraðsskjalasafns Árnesinga um áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að ljósmyndaverkefni, atvinnuskapandi verkefni í Árborg 2014 |
|
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
10. |
1309136 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi |
|
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun vegna þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi. „Undirritaður telur framkomnar tillögur áhugaverðar og góðan grundvöll til samninga milli ríkis,sveitarfélaga og stéttarfélaga um breytt húsnæðiskerfi á Íslandi. Mikilvægt er að leita allra leiða til að auka framboð á tryggu leiguhúsnæði til langs tíma, af mismunandi stærð og á viðráðlegu verði. Jákvætt er að í þingsályktuninni kemur fram að nauðsynlegt sé að endurskoða núverandi byggingareglugerð, það er skoðun undirritaðs að ef þingsályktunin verður að lögum opnist svigrúm fyrir sveitarfélögin til að styðja við húsaleigumarkaðinn með virkari hætti en nú er. Mikilvægt er að gott samráð verði við sveitarfélög um öll úrræði á húsnæðismarkaði. Undirritaður leggur til að bæjaryfirvöld í Svf. Árborg láti fara fram könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í sveitarfélaginu og áhuga hugsanlegra samstarfsaðila á fyrirkomulagi og uppbyggingu þess til framtíðar.“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. |
||
|
||
11. |
1309177 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi |
|
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra. |
||
|
||
12. |
1206085 - Heimsókn íbúa við Hlaðavelli |
|
Íbúar við Hlaðavelli komu til fundar við bæjarráð vegna starfsemi farfuglaheimilis við Austurveg og umferð um Hlaðavelli. |
||
|
||
13. |
1308113 - Frumkvöðlaviðurkenning 2013 |
|
Eigendur og rekstraraðilar Fjallkonunnar, Sælkerahúss, komu inn á fundinn og tóku við frumkvöðlaviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2013. |
||
|
||
14. |
1304084 - Milliuppgjör og fjárhagstölur |
|
7 mánaða uppgjör |
||
Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2013. |
||
|
||
15. |
1301171 - Tillaga Eggerts Vals Guðmundssonar, bæjarfulltrúa S-lista, um uppsetningu á eftirlitsmyndavélum |
|
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Greinargerð: Innbrot og skemmdarverk hafa því miður verið að aukast á undanförnum árum, íbúar Svf Árborgar hafa ekki sloppið við þessa óheillaþróun frekar en aðrir. Mjög mikilvægt er að bæjaryfirvöld séu vel meðvituð um þetta stóra vandamál. Það er að mati undirritaðs sjálfsagt og eðlilegt að bæjaryfirvöld leggi sitt af mörkum til þess að vernda öryggi íbúa sveitarfélagsins og standa, eftir því sem mögulegt er, vörð um eigur þeirra. Fjárhagslegt tjón og ekki síður andlegur skaði þeirra sem verða fyrir slíkum árásum er í öllum tilfellum verulegur. Reynslan bæði hér á landi og í víða erlendis sýnir að frumkvæði sveitarfélaga og samstillt átak íbúa til þess sporna við þessari óheillaþróun hefur gefið góða raun. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista. Samþykkt var að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
16. |
1309190 - Útboð á bankaþjónustu |
|
Bæjarráð samþykkir að leitað verði tilboða í bankaþjónustu sveitarfélagsins og stofnana þess. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
17. |
1309166 - Kynning á "Hringborði Norðurslóða", sem ætlað er að stuðla að alþjóðlegum viðræðum og samstarfi um málefni norðurslóða. |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:40.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |