154. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
154. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 4. mars 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Haukur Þorvaldsson, varamaður B-lista
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari
Björn Ingi Gíslason kom með fyrirspurn um fjárhagsáætlun framkvæmda og veitusviðs 2009.
Einnig um aðkomu framkvæmda- og veitustjórnar að fjárhagsáætlunargerðinni.
Formaður svaraði fyrirspurnum og lagði til að fjárhagsáætlun yrði rædd á næsta fundi.
Dagskrá:
•1. 0903006 - Gjaldskrá fyrir nýtt gámasvæði
Framkvæmdastjóra var falið að koma með tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund framkvæmda og veitustjórnar.
•2. 0811114 - Gjaldskrá Hitaveitu
Framkvæmdastjóra var falið að afla frakari gagna og koma með fyrir næsta fund.´
Til samburðar er verðskrár eftirfarandi veitna sett fram:
Norðurorka : 93 00 kr/m3
Hitaveita Suðurnesja: 88,17 kr/m3
Grímsnes,-Munarnes, Hlíðarveita ofl: 83,43 kr/m3
Orkuveita Reykjavíkur: 71,56 kr/m3
Selfossveitur: 58,59 kr/m3
•3. 0903007 - Leiga á vinnsluréttindum við Ósabotn
Stjórnin samþykkir að túlkun á 3.grein c liður í leigusamningnum sé á sama veg og túlkun Búnaðarsambands Suðurlands.
•4. 0903011 - Kynning á breyttum skilgreinungum Vegagerðarinnar
Formaður kynnti fyrirhugaðar breytingar skilgreiningar Vegagerðarinnar á flokkun vegakerfis í þétt- og dreifbýli.
•5. 0903008 - Framkvæmdir við Tryggvagötu
Framkvæmda og veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð að hafnar verði framkvæmdir við endurnýjun Tryggvagötu sem fyrst en framkvæmdin er á fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Tryggvagata er ein þeirra gömlu gatna sem brýnast er að hefja endurbyggingu á. Má í því sambandi benda á að fráveitulagnir í götunni eru mjög lélegar ásamt vatns- og hitaveitulögnum. Reiknað er með að fráveitulagnir frá væntanlegri nýbyggingu við Sundlaug Selfoss, uppbyggingu á Sigtúnsreit og á miðjusvæði fari um Tryggvagötu niður í sniðræsi við Ölfusá. Hér er um flókna og mannfreka framkvæmd að ræða sem hentugt væri að ráðast í einmitt í því ástandi sem nú er á vinnumarkaði.
•6. 0810053 - Lagnir við Votmúlaveg og Byggðarhorn
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögur um framkvæmdi við 1.áfanga. Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að leggja til við bæjarráð að framkvæmdaáætlun vegna veitulagna í Byggðarhorni 1.áfanga verði framfylgt.
Erindi til kynningar:
•7. 0903009 - Framkvæmdalisti 2009
Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru :
BES
Íþróttasvæði við Engjaveg
Nýtt gámasvæði
Nýtt dæluhús við Ósabotna
•8. 0903010 - Íbúaþróun 2009
28. febrúar 2009 eru 7913 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6559.
Í Sandvík eru 199.
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru 690.
Á Stokkseyri og dreifbýli eru 553.
Óstaðsettir eru 12.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Þorvaldur Guðmundsson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson
Haukur Þorvaldsson
Sigríður Elín Sveinsdóttir