Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.10.2013

154. fundur bæjarráðs

154. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 3. október 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:00.

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður Helga S. Haraldssonar, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði undir fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá málefni sjúkraflutninga á Suðurlandi og verknámshúss við FSU ásamt því að taka á dagskrá breytingu á fulltrúa D-lista í nefndum. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1309215 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, endurnýjun - Gesthús Engjavegi 56

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

2.

1309196 - Beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

1309224 - Tilkynning um fyrirhugaða sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæmisins Suðurlands

 

Lagt fram.

 

   

4.

1305058 - Staða mála varðandi íbúðir Íbúðalánasjóðs

 

Að undanförnu hefur verið vaxandi eftirspurn eftir húsnæði í Svf Árborg. Svo virðist sem á undanförnum mánuðum hafi þörfin vaxið svo mikið að í óefni stefnir hjá fjölda fólks. Færa má rök fyrir því að á annað hundrað fjölskyldur og einstaklingar séu nú í þörf fyrir leiguhúsnæði. Sérstaklega er mikil þörf og eftirspurn eftir traustri langtímaleigu á viðráðanlegum kjörum. Því skorar bæjarráð Árborgar á Íbúðalánasjóð að koma því húsnæði sem er í eigu sjóðsins og stendur autt tafarlaust í íbúðarhæft ástand og í útleigu. Meira en ár er síðan þingmenn Suðurkjördæmis áttu fund með framkvæmdastjóra og formanni stjórnar Íbúðalánasjóðs, þar sem lýst var þverpólitískum og afdráttarlausum vilja til þess að koma húsnæði sjóðsins í útleigu sem allra fyrst, hvort heldur væri í sölu til sjálfstæðra leigufélaga eða sem hluta af eigin leigufélagi sem stofnað var með lögum frá Alþingi árið 2012. Þar voru tekin af öll tvímæli um að það væri einnig hlutverk Íbúðalánasjóðs að leigja út húsnæði á sanngjörnu verði og stuðla með þeim hætti að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði þar sem mikill skortur ríkir á leiguhúsnæði. Bæjarráð Árborgar hvetur Íbúðalánasjóð til þess að ráða bót á þessu málum án tafar og koma íbúðunum á leigumarkað hið fyrsta, með þeim hætti sé best  komið til móts við þá miklu  eftirspurn sem er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og snertir sérstaklega ungt og efnaminna fólk sem ekki er í stakk búið til að festa kaup á eigin húsnæði um þessar mundir.

 

   

5.

1310001 - Staða mála varðandi sjúkraflutninga í Árnessýslu

 

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sjúkraflutninga á Suðurlandi. Niðurskurður í þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kallar á traustar samgöngur og örugga sjúkraflutninga. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn í heilbrigðiskerfið þannig að unnt sé að halda uppi eðlilegri þjónustu.

 

   

6.

1310012 - Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum

 

Varamaður á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands

 

Bæjarráð samþykkir að Gunnar Egilsson verði varamaður á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands.

 

   

7.

0611106 - Staða mála varðandi viðbyggingu við verknámshúsið Hamar

 

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli áætlað að halda áfram með byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þörf er á aukinni verkmenntun eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Uppbygging verknáms er mjög mikilvæg fyrir svæðið í heild. Sveitarfélögin hafa þegar lagt til fjármuni til byggingar hússins og hafa vænst mótframlags ríkisins.  Bæjarráð skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að verkefninu verði haldið áfram.

 

   

Erindi til kynningar

8.

1303241 - Sérfræðiþjónusta í leik- og grunnskólum. Lokaskýrsla Capacent sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið

 

Lagt fram.

 

   

9.

1309222 - Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi til 2013, skýrsla Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík

 

Lagt fram.

 

   

10.

1309223 - Boð fjárlaganefndar Alþingis um fund með fulltrúum sveitarstjórnar

 

Lagt fram.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:46.
  

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Íris Böðvarsdóttir

 

Eggert V. Guðmundsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica