Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.10.2013

155. fundur bæjarráðs

155. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. október 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.

1301058 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

228. fundur haldinn 16. september 229. fundur haldinn 1. október

 

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

   

2.

1301276 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

151. fundur haldinn 27. september

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

3.

1305181 - Fundir bæjarstjórnar 2013

 

Fresta októberfundi til 30. október

 

Samþykkt var að fresta bæjarstjórnarfundi í október til 30. október.

 

   

4.

1310036 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Sunnlenska bókakaffið

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

5.

1008004 - Afgreiðsla bæjarstjórnar Ölfuss á framkvæmdaleyfisumsókn Sveitarfélagsins Árborgar vegna rannsóknarborholu Í landi Árborgar í Ölfusi

 

Farið var yfir afgreiðslu Sveitarfélagsins Ölfuss þar sem umsókn Sveitarfélagsins Árborgar var hafnað. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fá úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um afgreiðslu bæjarstjórnar Ölfuss, dags. 26. september sl.

 

   

6.

1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013

 

Bæjarráð samþykkir að næsti bæjarráðsfundur verði haldinn miðvikudaginn 16. október nk. vegna fundar Héraðsnefndar Árnesinga.

 

   

Erindi til kynningar

7.

1310022 - Tilkynning um Jafnréttisþing 2013 - Ísland best í heimi?

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Íris Böðvarsdóttir

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica