156. fundur bæjarráðs Árborgar
156. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. október 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundartíma bæjarráðs í næstu viku. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1301011 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
10. fundur haldinn 9. október |
||
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að rita Frjálsíþróttasambandi Íslands bréf vegna frjálsíþróttaleikvangsins á Selfossi og hugmyndar um að gera hann að þjóðarleikvangi Íslendinga. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: "Undirritaður fagnar sérstaklega bókun íþrótta- og menningarnefndar er varðar beiðni nefndarinnar um að bæjarstjórn hlutist til um að hafnar verði viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands um að gera íþróttaleikvanginn á Selfossi að þjóðarleikvangi. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að uppbygging íþróttamannvirkja mörg undanfarin ár í sveitarfélaginu hefur skilað þeim árangri að íþróttaaðstaðan í sveitarfélaginu er með því besta sem í boði er hér á landi." Fundargerðin staðfest. |
||
|
|
|
2. |
1301007 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar |
|
60. fundur haldinn 9. október 61. fundur haldinn 10. október 62. fundur haldinn 11. október |
||
-liður 3, fjárhagsáætlun 2014, gjaldskrá Selfossveitna. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar. Fundargerðirnar staðfestar. |
||
|
||
3. |
1301009 - Fundargerð fræðslunefndar 2013 |
|
37. fundur haldinn 10. október |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
4. |
1302226 - Fundargerðir fagráðs Brunavarna Árnessýslu 2013 |
|
3. fundur haldinn 30. september 4. fundur haldinn 7. október |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1310043 - Fyrirspurn - vinabæjartengsl við Palmer Alaska |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að svara erindinu, ekki stendur til að auka vinabæjarstarf. |
||
|
||
6. |
1305058 - Upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um íbúðir í eigu sjóðsins |
|
Bæjarráð vekur athygli á því hve margar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru auðar í sveitarfélaginu, eða 78 íbúðir, sem er talsvert umfram landsmeðaltal. Löngu er tímabært að koma þessum íbúðum á markað með einum eða öðrum hætti. Ítrekar bæjarráð þá skoðun sína að koma verði íbúðunum í leigu eða sölu sem allra fyrst og mun fylgjast með framvindu mála. Þessi mál hafa verið í ófremdarástandi alltof lengi. |
||
|
||
7. |
1309180 - Gerð jafnlaunakönnunar fyrir Sveitarfélagið Árborg, tilboð í verkið |
|
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Capacent Gallup í gerð jafnlaunakönnunar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 740.450,- vegna kostnaðar við verkið. |
||
|
||
8. |
1204105 - Málefni Leigubústaða |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna samþykktir fyrir breytt félagaform Leigubústaða Árborgar. |
||
|
||
9. |
1310064 - Styrkbeiðni - starfsemi Landsbyggðin lifi |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
10. |
1308004 - Erindi frá safnstjóra varðandi viðhald á húseignum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og opnunartíma árið 2014 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014. |
||
|
||
11. |
1309177 - Beiðni allsherjar- og menntanefndar um umsögn - tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi |
|
Lagt fram. |
||
|
||
12. |
1310079 - Beiðni um aukið fjárframlag vegna breytts fyrirkomulags skólaaksturs í Tjarnabyggð og dreifbýli í kringum Selfoss |
|
Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 400 þúsund vegna kostnaðarauka á þessu ári. |
||
|
||
13. |
1303078 - Fundartímar bæjarráðs 2013 |
|
Bæjarráð samþykkir að fella niður fund bæjarráðs í næstu viku vegna ársþings SASS. |
||
|
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |