156. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
156. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 19. maí 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 12:00
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Fundinn sátu einnig Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri og Ólafur Gestsson frá PWC
Dagskrá:
1. 0905102 - Afgreiðsla ársreiknings Selfossveitna 2008 fyrir síðari umræðu
Ólafur Gestsson kynnti ársreikning Selfossveitna.
Á árinu varð tap af rekstri Selfossveitna sem nam kr. 9.9 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til -1.86% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2008 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr.965,5 milljónir og heildarskuldir kr. 481,2 miljónir. Eigið fé nam því kr.484,3 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 50%.
Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða og undirritaður.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:30
Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson