156.fundur bæjarráðs
156. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 05.01.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0501019 |
|
|
b. |
0501042 |
|
1b) Bæjarstjórn hefur þegar staðfest lið 2 og lið 8 í fundargerðinni.
liður 5 - tillaga að deiliskipulagi við Árveg á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
liður 6 - tillaga að nýju deiliskipulagi lóðarinnar Ártún 2a á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0512068 |
|
|
b. |
0501085 |
|
c. |
0410003 |
|
d. |
0502069 |
|
e. |
0503041 |
|
3. 0512077
Leigusamningur v/Eyravegar 9 - húsnæði fyrir Tónlistarskóla Árnesinga
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn eins og hann liggur fyrir.
4. 0512073
Samstarfssamningur um myndlistarverk - aðilar Sigrún Ólafsdóttir og Sveitarfélagið Árborg
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.
5. 0512067
Kaup og sala á hlutabréfum í HS hf. - forkaupsréttur - bréf Hitaveitu Suðurnesja
Bæjarráð samþykkir að neyta forkaupsréttar að hlutabréfum í samræmi við hlutafjáreign sína, kaupverð kr. 371.800. Bæjarráð lýsir áhuga á frekari kaupum ef aðrir hluthafar falla frá sínum kauprétti.
6. 0512066
Erlendir verkamenn við framkvæmdir sveitarfélagsins. - bréf Samiðnar - sambands iðnfélaga
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Samiðnar og leggur áherslu á að erlendir starfsmenn séu ráðnir á íslenska kjarasamninga og að launakjör þeirra séu í samræmi við kjör íslenskra starfsmanna.
7. 0512060
Framlög sveitarfélaga til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2006 - bréf framkvæmdastjóra sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
8. 0512078
Trúnaðarmál –
9. 0511064
Styrkbeiðni - orkuátak Latabæjar 2006 - svör við ítrekaðri fyrirspurn.
Bæjarráð bendir á að megin áhersla sveitarfélagsins varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl íbúa beinist að börnum og ungmennum sbr. samninga við UMF Selfoss. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í orkuátakinu með því að bjóða öllum börnum í sveitarfélaginu 8 ára og yngri frítt í sund í sundlaugum sveitarfélagsins meðan á orkuátakinu stendur. Verkefnisstjóra íþrótta- forvarna og menningarsviðs er falið að útfæra samþykktina í samráði við starfsfólk sundlauganna. Bæjarráð samþykkir að veita ekki fjárstyrk til Latabæjar.
10. 0312088
Gamla rafstöðin á Eyrarbakka - kaupsamningur og afsal
Bæjarráð staðfestir kaupsamninginn og afsalið.
11. 0504087
Gjaldskrá fyrir handsömun katta í Árborg -
Bæjarráð samþykkir að fella niður verðtryggingarákvæði úr gjaldskránni.
12. 0512004
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2006 -
Bæjarráð samþykkir að fella niður verðtryggingarákvæði úr gjaldskránni.
13. Erindi til kynningar:
a) 0512075
Reglugerð um fasteignaskatt - endurútgefin - bréf félagsmálaráðuneytisins.
b) 0502081
Ný Ölfusárbrú við Selfoss - afrit af bréfi Sýslumannsins á Selfossi til samgönguráðuneytisins.
c) 0411060
Íþróttamannvirki við Sunnulækjarskóla - ályktun frá fundi aðalstjórnar UMF Selfoss.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason