Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.1.2006

156.fundur bæjarráðs

 

156. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 05.01.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0501019
Fundargerðir leikskólanefndar 2005



frá 21.12.05


b.


0501042
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar



Frá 20.12.2005

 

1b) Bæjarstjórn hefur þegar staðfest lið 2 og lið 8 í fundargerðinni.
liður 5 - tillaga að deiliskipulagi við Árveg á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
liður 6 - tillaga að nýju deiliskipulagi lóðarinnar Ártún 2a á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0512068
Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2005



frá 09.12.05


b.


0501085
Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2005



frá 07.12.05


c.


0410003
Fundargerðir framkvæmdaráðs almannavarnanefndar Árborgar og nágrennis 2004



frá 16.12.05


d.


0502069
Fundargerðir stjórnar SASS 2005



frá 16.12.05


e.


0503041
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2005



frá 15.12.05

 

Lagðar fram.

 

3. 0512077
Leigusamningur v/Eyravegar 9 - húsnæði fyrir Tónlistarskóla Árnesinga

Bæjarráð samþykkir leigusamninginn eins og hann liggur fyrir.

4. 0512073
Samstarfssamningur um myndlistarverk - aðilar Sigrún Ólafsdóttir og Sveitarfélagið Árborg

Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.

5. 0512067
Kaup og sala á hlutabréfum í HS hf. - forkaupsréttur - bréf Hitaveitu Suðurnesja

Bæjarráð samþykkir að neyta forkaupsréttar að hlutabréfum í samræmi við hlutafjáreign sína, kaupverð kr. 371.800. Bæjarráð lýsir áhuga á frekari kaupum ef aðrir hluthafar falla frá sínum kauprétti.

6. 0512066
Erlendir verkamenn við framkvæmdir sveitarfélagsins. - bréf Samiðnar - sambands iðnfélaga

Bæjarráð tekur undir áhyggjur Samiðnar og leggur áherslu á að erlendir starfsmenn séu ráðnir á íslenska kjarasamninga og að launakjör þeirra séu í samræmi við kjör íslenskra starfsmanna.

7. 0512060
Framlög sveitarfélaga til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2006 - bréf framkvæmdastjóra sjóðsins.

Lagt fram til kynningar.

8. 0512078
Trúnaðarmál –

 

9. 0511064
Styrkbeiðni - orkuátak Latabæjar 2006 - svör við ítrekaðri fyrirspurn.

Bæjarráð bendir á að megin áhersla sveitarfélagsins varðandi hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl íbúa beinist að börnum og ungmennum sbr. samninga við UMF Selfoss. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í orkuátakinu með því að bjóða öllum börnum í sveitarfélaginu 8 ára og yngri frítt í sund í sundlaugum sveitarfélagsins meðan á orkuátakinu stendur. Verkefnisstjóra íþrótta- forvarna og menningarsviðs er falið að útfæra samþykktina í samráði við starfsfólk sundlauganna. Bæjarráð samþykkir að veita ekki fjárstyrk til Latabæjar.

10. 0312088
Gamla rafstöðin á Eyrarbakka - kaupsamningur og afsal

Bæjarráð staðfestir kaupsamninginn og afsalið.

11.  0504087
Gjaldskrá fyrir handsömun katta í Árborg -

Bæjarráð samþykkir að fella niður verðtryggingarákvæði úr gjaldskránni.

12. 0512004
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2006 -

Bæjarráð samþykkir að fella niður verðtryggingarákvæði úr gjaldskránni.

13. Erindi til kynningar:

 

a) 0512075
Reglugerð um fasteignaskatt - endurútgefin - bréf félagsmálaráðuneytisins.

 

b) 0502081
Ný Ölfusárbrú við Selfoss - afrit af bréfi Sýslumannsins á Selfossi til samgönguráðuneytisins.

 

c) 0411060
Íþróttamannvirki við Sunnulækjarskóla - ályktun frá fundi aðalstjórnar UMF Selfoss.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30

 

Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica