Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.11.2013

157. fundur bæjarráðs

157. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 31. október 2013,  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður,

Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301007 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar

 

63. fundur haldinn 21. október 64. fundur haldinn 22. október

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1301266 - Fundargerð stjórnar SASS

 

470. fundur haldinn 7. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

3.

1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

230. fundur haldinn 10. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1302051 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2013

 

14. fundur haldinn 15. október

 

-liður 5, opnunartími jólatorgs. Bæjarráð vísar fyrirspurninni til Braga Bjarnasonar.

-liður 6, ábending um hraðahindrun er til umfjöllunar í tengslum við vinnslu umferðarskipulags.

-liður 7, lóðir sem eru auðar eftir að hús voru rifin vegna jarðskjálfta. Þær lóðir sem eru í eigu sveitarfélagsins eru lausar til úthlutunar og hafa verið auglýstar. Nú þegar hefur tveimur lóðum verið úthlutað.

-liður 8, ábendingunni er vísað til umfjöllunar um umferðarskipulag.

-liður 9a, um er að ræða einkalóð og verður ábendingin send lóðarhafa.

-liður 9b og c, skilti og rusladallar. Ábendingunum er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.

-liður 9d, gatnalýsing við Eyrarlæk. Ábendingunni verður vísað til framkvæmda- og veitustjórnar til skoðunar í samráði við eigendur hverfisins.

-liður 9e, skilti á Selfossi. Ábendingunni er vísað til framkvæmda- og veitusviðs.

 

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1208044 - Kaupsamningur um Eyrarbraut 25, Stokkseyri, til nota fyrir smíðastofu

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.400.0000. Fjárfestingu verði  að öðru leyti vísað til fjárfestingaáætlunar fyrir árið 2014.

 

   

6.

1310115 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Geirakot, endurnýjun

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

7.

1310154 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - South central Guesthouse, Furugrund 19, nýtt leyfi

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

8.

1309136 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

 

Bæjarráð vísar til fyrri umsagnar.

 

   

9.

1310144 - Leiga á íbúðargámi

 

Bæjarráð samþykkir að taka á leigu íbúðargám frá Gámaþjónustunni og felur byggingarfulltrúa að ákveða staðsetningu hans í samráði við skipulags- og byggingarnefnd.

 

   

10.

1206085 - Umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28

 

Lagt var fram minnisblað um fund framkvæmdastjóra sveitarfélagsins með fulltrúa Fasteigna ríkisins.

Bárður Guðmundsson, byggingarfulltrúi, kom inn á fundinn. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindi íbúanna og leggja fyrir bæjarráð.

 

   

11.

1310167 - Atvinnumálaráðstefna

 

Bæjarráð Árborgar, sem jafnframt gegnir hlutverki atvinnumálanefndar sveitarfélagsins, samþykkir að halda ráðstefnu um atvinnumál í sveitarfélaginu fyrir miðjan nóvember n.k.

Á ráðstefnunni verði farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á næsta ári og fulltrúar fyrirtækja sem standa að uppbyggingu á svæðinu fengnir til að kynna framkvæmdir á þeirra vegum.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að leita til atvinnuráðgjafa SASS varðandi undirbúning ráðstefnunnar.

 

   

12.

1310168 - Ósk Ungmennafélags Stokkseyrar um afnot af Stjörnusteinum fyrir búningsaðstöðu

 

Bæjarráð samþykkir að félagið fái afnot af húsinu, gerður verði samningur um afnotin.

 

   

Erindi til kynningar

13.

1310135 - Ályktanir af landsþingi Þroskahjálpar 2013

 

Lagt fram.

 

   

14.

1310160 - Málþing á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um sjálfbær sveitarfélög

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

1309197 - Erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi tilnefningu til nýsköpunarverðlauna og nýsköpunarráðstefnu í janúar 2014

 

Lagt fram.

 

   

16.

1310089 - Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um Umhverfisþing 2013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.

1310165 - Dagur gegn einelti 8. nóvember 2013, tilkynning mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Bæjarráð þakkar skipuleggjendum árshátíðar Sveitarfélagsins Árborgar sem haldin var um síðustu helgi fyrir góðan undirbúning og skipulag sem leiddi til skemmtilegrar og fjölsóttrar samkomu starfsmanna og maka þeirra.  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30
  

Ari B. Thorarensen

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica