Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.1.2006

158. fundur bæjarráðs

 

158. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 19.01.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0601053
Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2006
að undanteknum lið 2 og lið 10, afgr. í bæjarstjórn 13.01.06

frá 10.01.06

b.

0601043
Fundargerðir félagsmálanefndar Árborgar 2006

frá 09.01.06

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0502069
Fundargerðir stjórnar SASS 2006

frá 05.01.06

b.

0511061
Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 2005

frá 28.12.05

 

Lagðar fram.

 

3. 0601044
Öryggismál gangandi vegfarenda við Austurveg - áskorun frá Þjónustuhópi aldraðra

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd. Bæjarráð óskar eftir að nefndin hafi samráð við Vegagerðina við umfjöllun málsins.

4. 0601036
Styrkbeiðni - afmælisrit HSÍ - 50 ára saga íþróttarinnar á Íslandi - sótt er um framlag að fjárhæð kr. 300.000.

Bæjarráð samþykkir að verða ekki við erindinu.

5. 0509007
Hringtorg við Ölfusárbrú - framkvæmdir við breikkun að hefjast - svar Vegagerðarinnar við tilboði um lánsfé.

Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu.

6.0601050
Styrkbeiðni - námskeið fyrir konur í samvinnu við Fræðsluneti Suðurlands - erindi frá Sambandi Sunnlenskra kvenna

Bæjarráð samþykkir að styrkja námskeiðið með kr. 50.000.

7. 0410007
Efnisvinnsla úr Ingólfsfjalli í Sveitarfélaginu Ölfusi - umsögn um frummatsskýrslu vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli.  Skýrslan er aðgengilega á heimasíðu Línuhönnunar www.lh.is og hjá bæjarstjóra.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í umhverfisnefnd.

8. 0601071
Hjúkrunarheimili fyrir aldraða - viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands hækkuð um eina hæð

Bæjarráð Árborgar fagnar áformum um að byggja nú þegar þriðju hæðina ofan á viðbyggingu sem nú er unnið að við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Á hæðinni er gert ráð fyrir hjúkrunardeild fyrir aldraða. Sveitarfélagið Árborg er reiðubúið að taka þátt í byggingarkostnaði þriðju hæðarinnar, allt að 30%, ásamt öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu. Lögð er áhersla á að söluandvirði húsnæðis og lóðar núverandi hjúkrunardeildar á Ljósheimum renni óskipt til byggingar þriðju hæðarinnar.
Páll Leó lét bóka að hann fagnaði þessum áformum og lýsti stuðningi við þau.


9. 
Erindi til kynningar:

 

a) 0601054
Áskorun - jafnrétti í launum - ályktun frá formannafundi Samflots bæjarstarfsmannafélag

b) 0601045
Stefnumótun HSu. 2006 - boð um að sitja fund um stefnumótun HSu 16.01.06

c) 0510029
Menningarstyrkir - úthlutun haust 2005 - Hljómsveitin NilFisk þakkar veittan stuðning

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

Þorvaldur Guðmundsson                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson                                  
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson                          
Helgi Helgason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica