158. fundur bæjarráðs
158. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 7. nóvember 2013 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
||
1. |
1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
155. fundur haldinn 1. október |
||
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
1301266 - Fundargerðir stjórnar SASS |
|
471. fundur haldinn 17. október |
||
-fundargerð 472. fundar, liður 1, gjaldskrá almenningssamgangna, bæjarráð fagnar því að gjaldskrá strætó verði óbreytt. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
1301058 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
231. fundur haldinn 23. október |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
1301437 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
809. fundur haldinn 25. október |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1310201 - Beiðni Flugklúbbs Selfoss um aðkomu sveitarfélagsins að því að setja upp ljós á Selfossflugvelli |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir kostnaðarmati frá framkvæmda- og veitusviði. |
||
|
||
6. |
1304084 - Rekstraryfirlit fyrir níu mánuði |
|
Lagt fram. |
||
|
||
7. |
1104251 - Ósk um umsögn vegna lögbýlisréttar, spildurnar Háteigur og Lágteigur |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að fara yfir málið og leggja fyrir næsta fund. |
||
|
||
8. |
1310195 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss- vegagerð í Hellisskógi 2014 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til skoðunar fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
9. |
1310194 - Umsókn Viddavéla ehf um lóð fyrir járnagáma, "Ræktó plan" við flugvöllinn |
|
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Umræddri lóð var úthlutað til bráðabirgða til Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Viðræður standa yfir um framtíðarnotkun svæðisins og er því ekki hægt að verða við beiðninni. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að ræða við bréfritara um aðra kosti. Eggert Valur kom inn á fundinn að nýju. |
||
|
||
10. |
1309091 - Tilkynning atvinnuvegaráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014 |
|
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta fyrir Sveitarfélagið Árborg.
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. b) 2. mgr. 4. gr. fellur brott. c) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður:
Rökstuðningur: Í byggðarlögunum Eyrarbakka og Stokkseyri háttar þannig til að ekki er hafnaraðstaða til löndunar afla. Nauðsynlegt er því að veitt verði undanþága frá þeirri skyldu að afla sem fellur til á grundvelli byggðakvóta sé landað í viðkomandi byggðarlagi. Verði slík undanþága veitt verður fiskiskipum, sem fá byggðakvóta úthlutað, unnt að landa afla í öðrum höfnum. Megináhersla laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er að styrkja atvinnusköpun innan byggðarlaga sem uppfylla tiltekin skilyrði með úthlutun byggðakvóta. Í báðum byggðarlögum sveitarfélagsins sem fá úthlutað byggðakvóta eru nú reknar fiskvinnslur, tvær á Stokkseyri og ein á Eyrarbakka og því unnt að vinna afla hvors byggðarlags um sig innan viðkomandi byggðarlags. Þrátt fyrir framangreint hefur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafnað því að vinnsla afla á grundvelli byggðakvóta verði bundin við viðkomandi byggðarlög og óskar bæjarráð því eftir þeirri undanþágu að heimilað verði að vinna aflann innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að byggðakvótinn falli niður. Bæjarráð óskar eftir að reglunum verði breytt á þann veg að ekki þurfi að skila tvöföldu magni til vinnslu, heldur verði miðað við stuðulinn 1,5. Ástæðan er sú að fiskvinnslurnar í Árborg eru sérhæfðar og litlar og vinna einkum ýsu. Erfitt er að fá ýsukvóta og því sýnt að útgerðirnar myndu lenda í vanda með að skila tvöföldu aflamarki til vinnslu.
|
||
|
||
11. |
0611106 - Viðbygging við verknámshúsið Hamar |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að rita fjármálaráðherra bréf varðandi útfærslu á tillögu að brúarfjármögnun vegna byggingar verknámshúss við Hamar. |
||
|
||
12. |
1311010 - Fræðslumál í Árborg |
|
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála hvað varðar sérfræðiþjónustu grunnskóla o.fl. |
||
|
||
13. |
1310167 - Atvinnumálaráðstefna |
|
Bæjarráð samþykkir að ráðstefnan verði haldin á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 28. nóvember og hefjist kl. 19:30. Þórarinn Sveinsson, ráðgjafi, kom inn á fundinn, farið var yfir skipulag ráðstefnunnar. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
14. |
1311002 - Kynning á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
1310200 - Könnun - samræmd flokkun heimilisúrgangs |
|
Lagt fram. |
||
|
||
16. |
1310199 - Ungt fólk 2013 |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 10:10.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |