Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.11.2013

159. fundur bæjarráðs

159. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 14. nóvember 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Þórdís vék af fundi kl. 9. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1301008 - Fundargerð félagsmálanefndar

 

31. fundur haldinn 4. nóvember

 

-liður 2, fjárhagsáætlun 2014, bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ánægjulegt er að sjá tillögu nefndarinnar um 4% hækkun til þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins að halda. Undirritaður vekur athygli á því að þrátt fyrir þessa hækkun er Svf Árborg enn aftarlega á merinni í samburði við sveitarfélög af svipaðri stærðargráðu, hvað varðar grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til þeirra sem verst eru staddir. Undirritaður leggur til við félagsmálanefnd að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar taki í framtíðinni mið af breytingu á neysluvísitölu.“

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókun Eggerts Vals.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1309227 - Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

 

8. aðalfundur haldinn 24. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

3.

1301276 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

152. fundur haldinn 23. október

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1310148 - Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu og beiðni um heimild til lántöku

 

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu.

Bæjarráð vísar beiðni um heimild til lántöku til bæjarstjórnar.

 

 

   

5.

1311011 - Erindi frá Mannvirkjastofnun vegna skyldu byggingarfulltrúa til að taka upp gæðastjórnunarkerfi

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

6.

1104251 - Ósk um umsögn vegna lögbýlisréttar vegna Lágteigs

 

Bæjarráð Árborgar samþykkir eftirfarandi umsögn:
Umsögnin er í samræmi við ákvæði 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Umsögn um stofnun lögbýlis á spildunni Lágteigi 

Leigutaki spildunnar Lágteigs, lnr. 166147, Guðmundur Sigurjónsson, hefur óskað eftir því við Sveitarfélagið Árborg, sem er eigandi spildunnar, að veita umsögn um stofnun lögbýlis á henni í samræmi við ákvæði 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004 (jarðalög). 

Leigutaki hefur á leigu spilduna Lágteigi skv. leigusamningi og var spildan leigð frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2033, auk þess sem leigutaki hefur lóðarleigusamning um hesthúslóð samliggjandi Lágteig á lóð nr. 1 við Lágteig, lnr. 217926.  Leigusamningarnir, auk leigusamnings fyrir spilduna Háteig, hafa áður verið lagðir fram í máli þessu. Deiliskipulag fyrir landsvæðið liggur ekki fyrir en fyrir það er aðalskipulag í gildi og er svæðið þar skilgreint í landbúnaðarnotum. Á spildunum er enginn húsakostur skráður en á fyrrnefndri lóð nr. 1 við Lágteig stendur gamalt hesthús og hefur leigutaki spildnanna ekki rétt til þess að byggja fleiri mannvirki á spildunum án samþykkis sveitarfélagsins. 

Þrátt fyrir að ekki sé óhugsandi, sbr. skilyrði jarðalaga, að stofnað sé lögbýli á umræddri spildu ef litið er til gildandi skipulags og leigutíma leigusamnings um Lágteig þá leggst Sveitarfélagið Árborg gegn því að stofnað verði lögbýli á spildunni.  Í ljósi þeirra skilyrða sem jarðalög setja um leigutíma er rétt að taka fram að í 5. gr. leigusamningsins um spilduna Lágteig kemur fram að leigutaki skuldbindi sig til þess að láta leigurétt sinn af hendi á landinu með eins eða fjögurra mánaða fyrirvara.   

Sveitarfélagið telur að á svo litlu landsvæði geti ekki verið stundaður landbúnaður í skilningi 2. gr. jarðalaga en skv. skilgreiningum ákvæðisins er það skilyrði að einhvers konar atvinnustarfsemi geti farið fram á því landi sem um ræðir.  Í greinargerð ráðunautar Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins, dags. 7.ágúst 2013, eru búrekstrarskilyrði allt að einu talin mjög góð. Bent er á að í umsögninni virðist þó vega þungt að leigutaki hefur önnur lönd á leigu frá sveitarfélaginu og virðist horft til þeirra sem heildar við mat á búrekstrarskilyrðum, auk þess sem horft er til samningsbundinna afnota búfjáreigenda af beitilandi í eigu sveitarfélagsins. Spildan ein og sér hentar sem beitiland fyrir mjög lítinn bústofn, ef litið er til stærðar landsvæðisins, sem hægt er að sinna í frístundum og var það hugmyndin með leigu landsins.  Leigusamningur um spilduna var gerður á þeirri forsendu að landið væri leigt til beitar eins og sérstaklega er tekið fram í samningnum og við samningsgerðina gerði landeigandi ekki ráð fyrir að spildan yrði nýtt á annan hátt.   

 

Niðurstaða:
Að ofangreindu virtu leggst Sveitarfélagið Árborg gegn því að leigutaka spildunnar Lágteigs verði veitt heimild til stofnunar lögbýlis á henni en sveitarfélagið er jafnframt eigandi spildunnar.  Sveitarfélagið, sem landeigandi umrædds lands, telur að stofnun lögbýlis á spildunni sé ekki í samræmi við efni leigusamnings um hana.

 

   

7.

1311035 - Beiðni um framlög til Klúbbsins Fischer 64, rekstraraðila Fischerseturs

 

Bæjarráð vísar erindinu til síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

 

   

8.

1311029 - Styrkbeiðni - rekstur Rangárhallar ehf á Gaddastaðaflötum

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

 

   

9.

1311043 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2014

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

10.

1311020 - Styrkbeiðni - utanferð Kammerkórs Suðurlands

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

11.

1311037 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um húsaleigubætur, rétt námsmanna

 

Lagt fram.

 

   

12.

1311030 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli

 

Lagt fram.

 

   

13.

1311036 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum, tvöfalt lögheimili

 

Bæjarráð telur rétt að Sambandi íslenskra sveitarfélaga verði falið að fara yfir ályktunina.

 

   

14.

1007011 - Mjólkursögusafn á Selfossi

 

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir rekstraraðila að Mjólkursögusafni sem opnað verði á Selfossi nk. vor. Upplýsingamiðstöð ferðamanna verði flutt af bókasafninu í Mjólkursögusafnið og taki rekstraraðili einnig að sér umsjón  hennar.  Sveitarfélagið leggi til húsnæði fyrir safnið, en rekstraraðili greiði ekki fyrir afnotin. Ekki verði um önnur framlög sveitarfélagsins til rekstrarins að ræða en sveitarfélagið mun koma að kynningu safnsins í samráði við MS og rekstraraðila eins og það verður nánar útfært, s.s. í upplýsingabæklingum sveitarfélagsins, á heimasíðu þess o.þ.h. Rekstraraðili afli styrkja til rekstrarins, auk þess sem aðgangseyrir renni inn í reksturinn.

 

   

15.

1310144 - Staðsetning smáhýsis til bráðabirgða

 

Bárður Guðmundsson, byggingarfulltrúi, kom inn á fundinn. Farið hefur verið yfir nokkra valkosti hvað varðar staðsetningu smáhýsis til að leysa húsnæðisvanda heimilislauss einstaklings.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að staðsetja smáhýsið á lóð Sigtúns 1b í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð heimilar framkvæmdastjóra að kaupa eða leigja smáhýsið.

 

   

16.

1311048 - Þjónustusamningur við Golfklúbb Selfoss, umhirða grasvalla 2014 - 2018

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að rita undir hann.

 

   

Erindi til kynningar

17.

1311026 - Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um vefsíðuna "Hreyfitorg"

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V.  Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica