Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.1.2006

159.fundur bæjarráðs

 

159. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 26.01.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0601057
Fundargerð leikskólanefndar

frá 18.01.2006

 

1a) liður 1, bæjarráð fagnar því að nýjar viðbyggingar við tvo leikskóla, sem teknar verða í notkun í þessum og næsta mánuði, skuli tæma biðlista, barna fæddra 2004 og eldri, eftir leikskólaplássi í Árborg. Síðar á þessu ári mun svo taka til starfa nýr 6 deilda leikskóli við Erlurima.

Páll Leó bar fram fyrirspurn: Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar við skráningu á biðlista í leikskólum Árborgar.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0501100
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands

frá 9.12.2005

b.

0601067
Fundargerð stjórna Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands

frá 13.01.2006

c.

0501085
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

frá 11.01.2006

d.

0601088
Fundargerð samstarfshóps um forvarnir

frá 13.01.2006

 

Lagðar fram.

 

3.   0601083
Rekstrarleyfi - Kaffi Krús, Selfossi, erindi frá Sýslumanninum á Selfossi, óskað umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Inga Þórs Jónssonar f.h. Þriggja bolla ehf. -

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið.

4. 0601082
Umsókn um almennt leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum - Kaffi Krús, Austurvegi 7, Selfossi. - umsækjandi Ingi Þór Jónsson f.h. Þriggja bolla ehf.

Bæjarráð heimilar að gefið verði út vínveitingaleyfi í samræmi við reglugerð enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

5. 0601081
Umsókn um endurnýjun á áfengisveitingaleyfi fyrir Pakkhúsið, Austurvegi 2a - umsækjandi Elvar Gunnarsson f.h. Horsins ehf.

Bæjarráð heimilar að gefið verði út vínveitingaleyfi í samræmi við reglugerð enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

6. Trúnaðarmál.

7. 0506119
Tillaga að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2007 - 2009. - síðari umræða.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

8. 0601018
Endurskipulag á fyrirkomulagi mötuneyta grunn- og leikskóla Árborgar - skipan þriggja manna starfshóps

Í starfshópnum verða Margrét Erlingsdóttir, Ásmundur Sverrir Pálsson og einn frá minnihlutanum sem oddviti hans mun tilkynna síðar.

9. 0601101
Starf forstöðumanns í Sundhöll Selfoss - heimild til að auglýsa starf forstöðumanns

Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst. Kostnaðarauka vegna ráðningarinnar að fjárhæð kr. 2.250.000 verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

10. Erindi til kynningar:

 

a) 0601085
Vinnuverndarátak í grunnskólum 2006 - erindi frá Vinnueftirlitinu.

Bæjarráð vekur athygli á því að á vegum sveitarfélagsins er að fara í gang sérstakt heilsueflingar og vinnuverndarverkefni sem snertir alla starfsmenn sveitarfélagsins. Verkefnið byggist á greiningu aðstæðna, fræðslu til starfsfólks og ráðgjöf, vænst er öflugrar þátttöku starfsmanna. Bæjarráð fagnar átaki Vinnueftirlitsins sem beinst að hluta starfsmanna sveitarfélagsins og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:45

Þorvaldur Guðmundsson                     
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson                                   
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson                          
Helgi Helgason



Þetta vefsvæði byggir á Eplica