Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.5.2008

16. fundur lista- og menningarnefndar

16. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 21. maí 2008  í Rauða húsinu á Eyrarbakka, kl. 18:00

Mætt: 
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ásmundur Sverrir Pálsson, varamaður S-lista
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála

Fundurinn samþykkti samhljóða að taka inn með afbrigðum mál no 0805110 Menningarviðurkenning 2008.

Í lok fundar var Þórir Erlingsson fulltrúi D lista kvaddur og þökkuð velunnin störf bæði í þágu nefndarinnar og ekki síður aðkomu hans að hátíðarhöldunum Vor í Árborg 2008. LMÁ óskað honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Andrés Sigurvinsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.  0801097 - Vor í Árborg 2008

Fundarmenn ræddu undirbúning og framkvæmd Vors í Árborg 2008, hvað hafði vel til tekist og hvað hefði etv. betur mátt fara. Verkefnisstjóra falið að hafa þessa punkta til hliðsjónar við skipulagningu hátíðarhaldanna árið 2009. Nefndarmenn sammála að yfir það heila hefði vel til tekist og að fjölbreytni hefði einkennt hátíðarhaldið.
LMÁ þakkar öllum þeim sem komu á einn eða annan hátt að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna kærlega fyrir framlag þeirra svo og heimamönnum og gestum þátttökuna.

2.  0805110 - Menningarviðurkenning 2008

LMÁ ræddi nokkra möguleika um útnefningar menningarviðurkenningar og komst að sameiginlegri niðurstöðu fyrir árið 2008. Formaður LMÁ mun afhenda viðurkenninguna í tengslum við sérstakan hátíðarfund bæjarstjórnar,sem haldinn verður á afmælisdegi Sveitarfélagsins Árborgar þann 7. júní nk. Eðli málsins samkvæmt er útnefning viðurkenningar enn trúnaðarmál.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

Andrés Rúnar Ingason                         
Sigrún Jónsdóttir
Kjartan Björnsson                                           
Þórir Erlingsson
Ásmundur Sverrir Pálsson                                
Andrés Sigurvinsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica