Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.12.2007

16. fundur skólanefndar grunnskóla

16. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. desember 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10

Mætt: 
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Samúel Smári Hreggviðsson varamaður D-lista
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Elín Karlsdóttir, varamaður B-lista
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Daði V Ingimundarson, skólastjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Guðbjörg Halldórsdóttir, fulltrúi kennara
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara

Sigurður Bjarnason ritaði fundargerð

Formaður leitaði afbrigða til að taka trúnaðarmál á dagskrá. Var það samþykkt.

Dagskrá:

•1.   0710024 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar

Skólanefnd ræddi skólastefnu sveitarfélagsins Árborgar. .

Skólanefnd  samþykkir skólastefnuna með áorðnum breytingum.

Skólanefnd felur verkefnisstjóra að kanna hjá hverjum skóla hvernig til hefur tekist að framfylgja skólastefnunni á síðustu árum og miðað er við að skólanefnd verði skilað niðurstöðu fyrir mánaðarmótin febrúar - mars 2008.

•2.  0704151 - Almenningssamgöngur

Skólanefnd fagnar því að almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins séu að verða að veruleika en vill jafnframt benda á mikilvægi þess að góðar samgöngur séu á milli skólahúsa á Selfossi.
Í dag er íþróttahúsið við Vallaskóla nýtt fyrir íþróttaiðkun yngstu barna sveitarfélagsins eftir að hefðbundnu skólastarfi er lokið í íþróttahúsinu. Þegar íþróttahúsið við Sunnulækjarskóla verður tekið í notkun má búast við að í því húsi verði einnig íþróttaiðkun yngstu barnanna stundaðar fyrri part dags.
Þar sem sveitarfélagið fer ört stækkandi er það óhjákvæmilegt að vegalengdir aukast og fer því að verða erfiðara að komast á milli staða yfir miðjan daginn. Ein leið til að auðvelda iðkun íþrótta og tómstunda er að koma upp góðum almenningssamgöngum frá skólahúsum barnanna og á viðeigandi staði.

•3.  0712052 - Trúnaðarmál

Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Sigrún Þorsteinsdóttir

 

Sandra D. Gunnarsdóttir

Samúel Smári Hreggviðsson

 

Kristín Traustadóttir

Elín Karlsdóttir

 

Sigurður Bjarnason

Daði V Ingimundarson

 

Elín Höskuldsdóttir

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir

 

Guðbjörg Halldórsdóttir

Guðmundur B. Gylfason

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica