16. fundur bæjarstjórnar
16. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, aukafundur, haldinn fimmtudaginn 29. mars 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson B listi
Margrét K. Erlingsdóttir B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Jón Hjartarson, V listi,
Kristín Hrefna Halldórsdóttir D listi,varamaður Elfu Daggar Þórðardóttur
Snorri Finnlaugsson D listi,
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ari B. Thorarensen D listi, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð ogGuðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. 0608004
Frumvarp að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar, 2008-2010, A- og B- hluti, síðari umræða.
Bæjarstjóri, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta með afgreiðslu 3ja ára áætlunar:
Meirihluti B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér frumvarp að 3ja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2008 – 2010. Áætlunin endurspeglar metnaðarfull uppbyggingaráform meirihlutans til næstu þriggja ára. Rekstrar- og framkvæmdaáætlanir áranna 2008-2010 taka mið af því að veitt verði fyrirmyndar þjónusta við íbúana og að vel verði stutt við áframhaldandi vöxt og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í 3ja ára áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir rúmlega 2.700 m.kr. á tímabilinu, þar af tæplega 1.400 m.kr. vegna fasteigna sem að stærstum hluta er ætlað að hýsa starfsemi grunn- og leikskóla og íþrótta- og frístundastarfs. Áætlað er að rekstur sveitarfélagsins skili jákvæðri niðurstöðu á bilinu 127 – 141 m.kr. ár hvert.
Greinargerð:
Meirihluti B, S og V lista leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórnun og metnaðarfulla uppbyggingu í Árborg. Sveitarfélagið Árborg er eitt af öflugustu sveitarfélögum landsins og í örum vexti. Á árunum 2002-2007 munu fjárfestingar sveitarfélagsins nema tæpum 5.000 m.kr. þ.e. tæpum 3.000 m.kr. vegna fasteigna, 1.740 m.kr. vegna gatna- og veitukerfa og 217 m.kr. vegna véla og áhalda. Nú eru lagðar fram áætlanir um fjárfestingar að upphæð 2.700 m.kr. fyrir árin 2008-2010. Við slíkar aðstæður verða íbúar að geta treyst því að saman fari metnaður og skynsemi þar sem tækifærin eru nýtt til hins ýtrasta um leið og hvert skref er vandlega íhugað og horft til hagsmuna heildarinnar í nútíð og framtíð.
Í áætluninni, sem gerð er á föstu verðlagi, er gert ráð fyrir 4 % íbúafjölgun í sveitarfélaginu út tímabilið. Áætlunin miðast við að hægt verði að viðhalda eða hækka enn frekar þjónustustigið í sveitarfélaginu. Meirihluti B, S og V lista ætlar að bæta hag barna og fjölskyldna með því að hafa þjónustutilboð a.m.k. sambærileg við það sem best gerist bæði hvað varðar gæði og kostnað. Liður í því verða m.a. lækkun leikskólagjalda, uppbygging nýrra leik- og grunnskóla, uppbygging aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs og aukin fjárframlög til forvarnarstarfs á ýmsum sviðum. Meirihlutinn er jafnframt staðráðinn í því að byggja enn frekar upp þjónustu við aldraða og stuðla að fjölbreyttari þjónustutilboðum fyrir eldri borgara. Þeim markmiðum verður m.a. náð með auknum afslætti fasteignagjalda til tekjulægra fólks í hópi eldri borgara, með uppbyggingu dagvistar fyrir fólk með heilabilun í samstarfi við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og með uppbygging nýrrar þjónustumiðstöðvar og fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu.
Á undanförnum árum hefur náðst hagræðing í rekstri með útboðum á ýmis konar þjónustu. Þar má nefna útboð á tryggingum árið 2002 og aftur árið 2006. Einnig útboð á ræstingu, skólaakstri, skólamáltíðum, endurskoðun og framkvæmdum og viðhaldi á flestum sviðum, auk skuldabréfaútboða. Meirihluti B, S og V lista mun áfram leggja áherslu á að sveitarfélagið nýti sér það hagræði sem fengist getur við útboð á þeim sviðum sem það telst heppilegt og hagkvæmt.
Í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem verið hefur í Árborg síðustu ár hafa lántökur reynst nauðsynlegar til framkvæmda. Aldrei hefur þó komið til þess að taka hafi þurft lán til rekstrar, enda væri slíkt óásættanlegt fyrir sveitarfélagið við þessar aðstæður. Meirihluti B, S og V lista mun leita allra mögulegra leiða til þess að auka tekjur sveitarfélagsins á næstu árum svo unnt verði að draga úr lántökum, án þess að þurfa að draga úr uppbyggingunni og þjónustu við íbúana.
Fjárfestingar árin 2002-2010 |
|
|
|
|
|
Rauntölur |
Samtals |
|
Fasteignir |
Gatna- og veitukerfi |
Vélar og áhöld |
2002 |
420.932.859 |
|
173.463.461 |
236.185.013 |
11.284.385 |
|
|
|
|
|
|
2003 |
543.052.616 |
|
388.953.285 |
138.036.033 |
16.063.298 |
|
|
|
|
|
|
2004 |
656.919.479 |
|
380.852.757 |
179.144.233 |
96.922.489 |
|
|
|
|
|
|
2005 |
534.689.878 |
|
297.497.404 |
216.339.781 |
20.852.693 |
|
|
|
|
|
|
2006 |
1.197.040.710 |
|
758.190.710 |
435.350.000 |
3.500.000 |
|
|
|
|
|
|
Áætlað |
|
|
|
|
|
2007 |
1.512.452.000 |
|
908.702.000 |
535.250.000 |
68.500.000 |
|
4.865.087.542 |
|
2.907.659.617 |
1.740.305.060 |
217.122.865 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Áætlað |
Samtals |
|
Fasteignir |
Gatna- og veitukerfi |
Vélar og áhöld |
2008 |
1.187.632.000 |
|
713.300.000 |
465.882.000 |
8.450.000 |
|
|
|
|
|
|
2009 |
906.750.000 |
|
417.500.000 |
480.800.000 |
8.450.000 |
|
|
|
|
|
|
2010 |
623.650.000 |
|
247.500.000 |
367.700.000 |
8.450.000 |
|
2.718.032.000 |
|
1.378.300.000 |
1.314.382.000 |
25.350.000 |
|
|
|
|
|
|
|
7.583.119.542 |
|
4.285.959.617 |
3.054.687.060 |
242.472.865 |
|
|
|
|
|
|
Sveitarfélagið hefur átt því láni að fagna að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem leggur metnað í að skila góðu starfi. Mikilvægt er að gæta að þeim þáttum sem áhrif hafa á starfsumhverfi og starfsánægju fólks og mun meirihlutinn leggja sig fram um að hlúa vel að þeim mannauði sem býr í stofnunum og fyrirtækjum sveitarfélagsins.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu til breytingar frá útsendri áætlun á þá leið að framkvæmdir við Fjörustíg færist frá árinu 2010 til 2008, 35 milljón króna framkvæmd, sem vísað var til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 22. mars s.l.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa D-lista við afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2008-2010:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa vonbrigðum yfir hversu mikið metnaðarleysi lýsir sér í áætlun meirihluta bæjarstjórnar Árborgar til loka kjörtímabilsins.
Í áætluninni, sem er stefnumörkun til 2010, er ekki gert ráð fyrir nauðsynlegum umbótum í rekstri sveitarfélagsins. Eina breytingin sem hugað er að milli ára er tengd 4% aukningu á íbúafjölda á ári. Framsýni, dug og aðgerðir vantar til að stefna að enn meiri íbúaaukingu með meðfylgjandi möguleikum á auknum tekjum og um leið að gera reksturinn hagkvæmari sem myndi skila sér í fleiri krónum til nauðsynlegrar uppbyggingar og niðurgreiðslu skulda.
Í framkvæmdum skortir áræði til að fara í uppbyggingu sem myndu setja Árborg í flokk öflugustu sveitarfélaga landsins sem yrði þá um leið hæfara í samkeppni um öflug fyrirtæki og íbúa.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru trúir sinni stefnu sem lögð var fyrir íbúa Árborgar vorið 2006. Stefna okkar fékk afgerandi hljómgrunn og því leggjum við fram eftirfarandi áhersluatriði sem eru okkar leiðarljós og um leið íbúanna í Árborg til að byggja upp öflugt sveitarfélag á þessu kjörtímabili.
a) Rekstur
Rekstur Sveitarfélagsins Árborgar er óhagstæður miðað við sambærileg sveitarfélög. Veltufé frá rekstri sem nýtist til greiðslu skulda og framkvæmda er minna hér á íbúa en víðast annars staðar. Við þessa staðreynd er nauðsynlegt á þessu kjörtímabili að gera sérstakt átak um bættan rekstur. Bæjaryfirvöld þurfa að taka ákvarðanir sem eru bæði til tekjuaukningar og hagkvæmari reksturs. Þar má t.d. nefna aðgerðir til að draga að fyrirtæki og nýja íbúa sem og að gera samninga við einkaaðila eða félagasamtök um að taka að sér einstaka rekstrarþætti og framkvæmdir.
b) Málefni aldraðra
Sú staðreynd blasir við að Árborg er undir landsmeðaltali í búsetuúrræðum fyrir aldraða. Bæjaryfirvöld þurfa að eiga frumkvæði að því að bæta þessa stöðu. Sveitarfélagið þarf á þessu kjörtímabili að vinna með öllum þeim aðilum, bæði ríki, félagasamtökum og einkaaðilum, sem að þessum málum vilja koma og skapa þann grundvöll sem þarf til að bæta haga aldraðra í Árborg. Einnig eiga bæjaryfirvöld að eiga frumkvæði að því að sýna vilja til að taka yfir málaflokka aldraðra og fatlaðra.
c) Fjölskyldan í fyrirrúmi
Fjölskyldan er hornsteinn hvers samfélags. Bæjaryfirvöld eiga að gæta þess að fjölskyldurnar í sveitarfélaginu finni til þess að betra sé að búa hér en annars staðar. Til þess þarf grunnþjónustan að vera framúrskarandi og þjónusta við þá sem halloka fara af einhverjum ástæðum að vera það öryggisnet sem nútíma samfélagsþjónusta á að vera.
d) Leikskólamál
Nú þegar á að fara í þær framkvæmdir sem stuðla að því að öll 18 mánaða börn eigi kost á leikskóladvöl. Gera á þær breytingar sem þarf til að fyrir lok kjörtímabilsins verði leikskólar sveitarfélagsins í varanlegu húsnæði og rekstri hætt við óviðunandi og óhagkvæmar aðstæður sem oft hafa verið gerðar til bráðbirgða.
e) Grunnskólinn
Á kjörtímabilinu á að koma rekstri grunnskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í varanlegt húsnæði með bæði íþróttaaðstöðu og sundlaug. Á Selfossi þarf að gera þær ráðstafanir sem þarf til að gera grunnskólann betur í stakk búinn til að mæta þörfum nútímans með minni tilkostnaði. Skoða þarf allar leiðir í því sambandi m.a. hvort fela eigi einkaaðilum framkvæmdir og e.t.v. rekstur til að ná þessum markmiðum.
f) Framhalds- og háskólastigið
Bæjaryfirvöld eiga að stuðla að eflingu F.Su og veita til þess fjármunum. Þau þurfa að eiga frumkvæði að góðu samstarfi allra sveitarfélaga á Suðurlandi um þá eflingu. Sveitarfélagið á að styðja dyggilega við allar raunhæfar hugmyndir um aukið háskólanám í sveitarfélaginu.
g) Íþrótta- og tómstundamál
Góð íþrótta- og tómstundaaðstaða er ein af grunnstoðum nútímalegs sveitarfélags.
Fara þarf strax í að auka hlut þessa málaflokks og fara í framkvæmdir við íþróttasvæðið við Engjaveg,Sundhöll Selfossog umbætur á íþróttaaðstöðu á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nauðsynlegt er að huga að samstarfi við einkaaðila og félagasamtök um slíka uppbyggingu sem og við byggingu annarra mannvirkja eins og t.d. 18 holu golfvöll og reið- og sýningarhúss á svæði hestamanna.
h) Menningarmál
Ráða á strax starfsmann sem sinnir sérstaklega menningar- og ferðamálum. Slíkur starfsmaður myndi strax ná að skapa betra og markvissara starf í þessum nauðsynlega málaflokki og auka veg ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Styðja á söfn, lista- og menningartengda starfsemi með því að lækka álögur.
i) Atvinnu- og samgöngumál
Bæjaryfirvöld þurfa að eiga frumkvæði að því að búa atvinnufyrirtækjum sveitarfélagsins aðstöðu með skilvirkum vinnubrögðum. Þá þarf að eiga frumkvæði að því að laða að ný atvinnufyrirtæki og skapa skilyrði til að þau megi vaxa. Almenningssamgöngum þarf að koma á til að auka samstarf og samheldni í sveitarfélaginu öllu.
j) Skipulags- og umhverfismál
Með vönduðum vinnubrögðum í skipulagsmálum þarf að tryggja ávallt nægt lóðaframboð til uppbyggingar bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Bæjaryfirvöld þurfa að eiga frumkvæði að því að efla meðvitund íbúanna um mikilvægi góðrar umgengni við umhverfi sitt.
k) Árborg 2010
Verði ofangreind stefna bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins höfð að leiðarljósi verður Árborg árið 2010 í fremstu röð sveitarfélaga á landinu.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls.
Frumvarp að þriggja ára áætlun með áorðnum breytingum sem vísað var til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 22. mars s.l. var borið undir atkvæði.
Frumvarpið var samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
2. 0703154
Beiðni Ölmu Lísu Jóhannsdóttur um tímabundið leyfi frá störfum fyrir Sveitarfélagið Árborg frá 29. mars til 15. maí 2007.
Beiðnin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. 0703161
Beiðni Hilmars Björgvinssonar um lausn frá störfum fyrir Sveitarfélagið Árborg – breyting á nefndaskipan af hálfu V-lista.
Beiðnin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Lagt var til að eftirfarandi breytingar yrðu gerðar á skipan í ráð og nefndir:
Bæjarráð:
Sigrún Þorsteinsdóttir verði varamaður.
Leikskólanefnd:
Sædís Ósk Harðardóttir verði formaður og Sigrún Þorsteinsdóttir varamaður.
Lista- og menningarnefnd:
Andrés Rúnar Ingason verði formaður og Einar Bergmundsson varamaður.
Skólanefnd:
Sigrún Þorsteinsdóttir verði formaður og Jón Hjartarson varamaður.
Framkvæmda- og veitustjórn:
Sigurður Ingi Andrésson verði aðalmaður og Margrét Magnúsdóttir varamaður.
Félagsmálanefnd:
Olga Sveinbjörnsdóttir verði aðalmaður og Andrés Rúnar Ingason varamaður.
Fulltrúi Árborgar í samstarfsnefnd með starfsmannafélögum:
Þorsteinn Ólafsson verði varamaður.
Fulltrúi Árborgar í héraðsnefnd:
Sigrún Þorsteinsdóttir verði varamaður.
Fulltrúi Árborgar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Sigrún Þorsteinsdóttir verði varafulltrúi.
Fulltrúi Árborgar á aðalfund SASS:
Sigrún Þorsteinsdóttir verði varafulltrúi.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.17:30 .
Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Ari B. Thorarensen
Snorri Finnlaugsson
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Ásta Stefánsdóttir
,