16. fundur umhverfisnefndar
16. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 5. mars 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista (V)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála
Dagskrá:
- 1. 0801100 - Ólafsvíkuryfirlýsingin - staðardagskrá 21 á Íslandi
Umhverfisnefnd hvetur Bæjarstjórn Árborg að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna sem fyrst, þar sem umhverfisnefnd og bæjarráð hefur samþykkt að innleiða SD21.
Samþykkt samhljóða. - 2. 0801074 - Deiliskipulag skólalóðar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið en ítrekar margframkomnar ábendingar um að skipulagstilögur verðar lagðar fyrir nefndina áður en þær verða auglýstar. - 3. 0802160 - Landbrot við Eyrarbakka
Umhverfisnefnd samþykkir að kannað verði landbrot og ástand sjóvarnargarða við Eyrarbakka og við Ölfusárósa.Svæðið verði mælt upp með GPS staðsetningartæki svo hægt verði að vakta það í framtíðinni.
Greinargerð:
Umhverfisnefnd fari í vettvangsferð með þeim heimamönnum sem þekkja til sögu og staðhátta. Í framhaldi af því mun umhverfisnefnd ákvarða frekari aðgerðir og úrbætur í samráði við bæjarráð, framkvæmda-og veitustjórn og aðra sem kunna skil á slíkum málum.
Erindi til kynningar:
- 4. 0802162 - Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leikvalla
Bókun frá Elfu D.Þórðardóttur.
Öll aðstaða til leiks fyrir börn við Vallaskóla er til háborinnar skammar þar sem möl og malbik gera útisvæði óvistlegt í Sandvíkurdeild.
Nauðsynlegt er að taka þessi mál inn á næsta fund. Auk þess verður að gera úttekt á umhirðu og leiktækjum í sveitarfélaginu þar sem dagmæður og foreldrar nýta sér þessa velli mikið. - 5. 0704050 - Friðlýsing á Eyrum.
Fengin verði sérfræðingur frá Umhverfisstofnun á næsta fund að kinna friðlýsingarferli. - 6. 0608118 - Endurskoðun aðalskipulags Árborgar
Sérfræðingi umhverfismála er falið að upplýsa nefndina um verkefnið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Jóhann Óli Hilmarsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Siggeir Ingólfsson
Katrín Georgsdóttir