Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.10.2006

16. fundur bæjarráðs

 

16. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 26.10.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

frá 12.10.06

b.

0607075
Fundargerð umhverfisnefndar Árborgar

frá 18.10.06

c.

0609054
Fundargerð skólanefndar

frá 18.10.06

d.

0606125
Fundargerð landbúnaðarnefndar

frá 18.10.06

 

1a) -liður 6, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að deiliskipulagstillaga fyrir Fossnes 16-18 verði auglýst.

Fyrirspurn frá Jóni Hjartarsyni, V-lista, og Gylfa Þorkelssyni, S-lista við lið 7b):
Fyrirhuguð byggð sunnan Löngudælar skv. fyrirliggjandi hugmyndum Hermanns Ólafssonar er á afar viðkvæmu svæði og í hugmyndunum er gert ráð fyrir greftri „síkja” inn úr Löngudæl að fyrirhuguðum byggingum. Langadæl er friðlýst og því allt rask sem snertir hana háð leyfum réttra aðila. Hefur verið leitað umsagnar umhverfisnefndar, og annarra þeirra aðila er málið varðar? Ef svo er ekki, hvenær verður það gert?

1b) -bókun vegna liðar 7a):
Ferðaþjónustan Suðurströnd ehf. leggur mjög merkilegt framlag til ferðaþjónustu á svæðinu í kringum Stokkseyri og er aðdráttarafl fyrir sívaxandi fjölda ferðafólks. Mikilvægt er að finna viðunandi lausn á
húsnæðismálum fyrirtækisins og aðstöðu svo það geti haldið áfram
starfsemi sinni og vaxið enn frekar. Umsókn þess sem nú er til umfjöllunar
felur í sér framkvæmdir á viðkvæmu verndarsvæði og því nauðsynlegt að
lagðar verði fram fullbúnar teikningar og framkvæmdaáætlun ásamt viðeigandi greinargerð áður en lengra er haldið. Þegar hafa framkvæmdir hafist, grafinn skurður án þess að sjáanlegt sé að veitt hafi verið leyfi fyrir því. Undirritaðir leggja áherslu á að afgreiðslu og frekari umfjöllun verði frestað þangað til nauðsynleg gögn liggja fyrir og umsagnir allra aðila sem um eiga að fjalla.
Jón Hjartarson V lista og Gylfi Þorkelsson S lista.

 

1c) -liður 1, bæjarráð tekur undir umsögn skólanefndar um að ekki verði um að ræða flutning á nemendum úr unglingadeildum Vallaskóla í Sunnulækjarskóla haustið 2007.
-liður 4, tillaga 3 og 4, bæjarráð vísar til afgreiðslu frá 5. október þar sem fjárveitingu í skólaþróunarsjóð var vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2007.

- Bókun vegna liðar 3:
Á fundi skólanefndar grunnskóla 18. október 2006 voru afhent til fundarmanna svör við fyrirspurnum Hilmars Björgvinssonar frá 4. september sl. Þar sem svörin við fyrirspurnunum koma ekki fram í fundargerð skólanefndar eins og reglur gera ráð fyrir telja undirritaðir að ekki sé unnt að staðfesta fundargerðina eins og hún liggur fyrir heldur að senda beri hana aftur til skólanefndar sem færi inn í fundargerðina svör við umræddum fyrirspurnum. Fundargerðir nefnda og ráða eiga að vera upplýsandi fyrir utanaðkomandi aðila um þau málefni sem eru til umfjöllunar á fundum hverju sinni og því verður að gera þá kröfu til formanna nefnda að þeir sjái til þess að fundargerðir séu færðar með fullnægjandi hætti og þar sé gerð grein fyrir því sem afgreitt er og upplýst á fundum.
Jón Hjartarson, V-lista og Gylfi Þorkelsson, S-lista.

Frávísunartillaga:
Í lok funda hjá nefndum er fundargerð lesin upp til staðfestingar, í þessu tilviku var engin athugasemd gerð jafnvel þótt einhverjir fundarmenn fengju hana útprentaða til yfirlestrar. Þess vegna er tillögunni vísað frá.
Meirihluti B- og D-lista.
Tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa B- og D-lista. Gylfi Þorkelsson, S-lista greiddi atkvæði á móti.

 

Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum athugasemdum.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0610054
Leigubústaðir Árborgar ehf., hluthafafundur

frá 30.08.2006

b.

0603072
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

frá 27.09.06

c.

0602102
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

frá 16.10.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0608118
Selfossflugvöllur, flugumferð, - þrjú erindi vegna aðalskipulags, frá íbúum að Straumum, Vogi og Laxabakka 11.

Bæjarráð þakkar bréfin og góðar ábendingar. Bæjarráð ítrekar bókun frá bæjarráðsfundi 31. ágúst 2006. Erindunum er vísað til aðalskipulagshóps og starfshóps um framtíð Selfossflugvallar.

Bókun:
Undirritaður tekur mjög undir umkvartanir íbúa vegna vaxandi ónæðis og hávaðamengunar af flugumferð á Selfossflugvelli. Það er alls ekki unnt að fallast á aukna starfsemi á flugvellinum miðað við núverandi staðsetningu þar sem starfsemin hefur mjög truflandi áhrif á íbúðabyggð í nágrenninu. Það er því nauðsynlegt að huga að nýrri staðsetningu fyrir flugvöll hafi menn í hyggju að auka starfsemi og flugumferð á flugvallarsvæðinu og því eðlilegt að fela aðalskipulagshópnum að fjalla um framtíðarstaðsetningu og starfsemi vallarins. Krefjast verður þess, að umsjónaraðilar vallarins, væntanlega Flugklúbbur Selfoss og flugmálastjórn, sjái til þess að reglum um flugumferð sé hlýtt.
Jón Hjartarson, V-lista.

Bókun:
Undirritaður telur umkvartanir bréfritara og kærur vegna yfirgangs, að því er virðist þekktra aðila sem stunda snertilendingar á Selfossflugvelli, svo alvarlegar að ekki sé nóg að vísa í gamla bókun bæjarráðs. Hún hefur greinilega ekki gagnast neitt í baráttu við það grófa níð sem iðkað hefur verið linnulítið síðan bókunin var gerð gegn friðhelgi heimilislífs íbúa í nágrenni flugvallarins. Fram kemur að bréfritarar hafa unað allsáttir í nábýli við flugvöllinn um árabil. Nú kastar hinsvegar tólfunum og þar sem fyrri samþykktir bæjarráðs hafa reynst gagnslitlar fer undirritaður fram á það að gripið verði til þeirra ráða er duga. Flugníðingum á ekki að líðast framferði sitt fremur en ökuníðingum á vegum úti. Að vísa erindunum til aðalskipulagshóps og starfshóps um framtíð Selfossflugvallar gagnast ekki heldur hvað þetta varðar því stöðva þarf þetta framferði strax.
Gylfi Þorkelsson, S-lista.

4. 0502045
Lóðarumsókn Íslenska Gámafélagsins -

Bæjarráð veitir vilyrði til Íslenska gámafélagsins fyrir 30.000 fermetra lóð á eystri hluta gámasvæðisins, með vísan til 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg og felur skipulags- og bygginganefnd að deiliskipuleggja lóðina og úthluta henni.

Bókun:
Undirritaðir telja þessa afgreiðslu meirihlutans óeðlilega og óviðunandi. Förgun og flokkun sorps er viðamikil starfsemi og flókin. Það er því fullkomlega óeðlilegt að umhverfisnefnd og skipulags-og byggingarnefnd fái ekki tækifæri til að fjalla um umsókn gámafélagsins áður en vilyrði er gefið fyrir lóðinni undir þessa starfsemi. Undirritaðir lýsa andstöðu við þessa málsmeðferð meirihlutans.
Jón Hjartarson, V-lista og Gylfi Þorkelsson, S-lista.

5. 0610061
Lóðarumsókn Bergeyjar fasteignafélags ehf.- verslunar- og atvinnulóð úr landi Hellis -

Bæjarráð veitir vilyrði til Bergeyjar ehf fyrir lóð undir verslunar- og atvinnuhúsnæði suðvestan við gámasvæði Árborgar, með vísan til 8. gr. úthlutunarreglna og felur skipulags- og bygginganefnd að deiliskipuleggja lóðina og úthluta henni.

Bókun:
Undirritaðir ítreka fyrri mótmæli við beitingu 8. gr. úthlutunarreglana og minna á það hlutverk skipulags- og byggingarnefndar að fjalla um lóðarumsóknir og úthluta lóðum eða leggja tillögur að afgreiðslum fyrir bæjarráð. Undirritaðir telja að með vinnubrögðum meirihlutans geti hagsmunir sveitarfélagsins verið fyrir borð bornir.
Gylfi Þorkelsson, S-lista og Jón Hjartason, V-lista.

6. 0607037
Lóðarumsókn JÁ verks - lóð austan spennistöðvar og Byko -

Bæjarráð veitir vilyrði til JÁ verks ehf um lóð austan spennistöðvar og BYKO með vísan til 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg og felur skipulags og bygginganefnd að afmarka lóðina og úthluta henni.

Bókun:
Undirritaðir ítreka bókun við 5. lið.
Jón Hjartarson, V-lista og Gylfi Þorkelsson, S-lista.

7.  0610057
Umsókn Hestamannafélagsins Sleipnis um lóð fyrir reiðhöll á Brávöllum, Selfossi -

Bæjarráð veitir vilyrði til Hestamannafélagsins Sleipnis um lóð fyrir reiðhöll á Brávöllum, með vísan til 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg og felur skipulags- og byggingarnefnd að afmarka byggingarreit lóðarinnar og úthluta lóðinni.

Bókun:
Undirritaðir ítreka bókun við 5. og 6. lið.
Jón Hjartarson, V-lista og Gylfi Þorkelsson, S-lista.

8.  0610069
Tilnefning í stjórn Fræðslunets Suðurlands - tillaga stjórnar Fræðslunetsins frá 19.10.06

Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Fræðslunets Suðurlands.

9. 0610022
Styrkbeiðni frjálsíþróttadeildar UMFS - kaup á áhöldum í stangarstökki -

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

Bókun:
Undirritaður minnir á það að bæjarráð vísaði tillögu um 500 þúsund króna styrk vegna einstaks árangurs Hamars/Selfoss í kvennakörfubolta til ÍTÁ, sem mælti samhljóða með styrkveitingunni. Meirihluti bæjarráðs tók svo ekkert mark á afgreiðslu nefndarinnar. Styrkbeiðni frjálsíþróttadeildarinnar að þessu sinni er langt ofan við það fjármagn sem ÍTÁ hefur til úthlutunar til íþrótta- og æskulýðsverkefna. Þessi afgreiðsla meirihlutans nú er því í meira lagi undarleg.
Gylfi Þorkelsson, S lista.

10. 0610002
Styrkbeiðni frjálsíþróttaráðs HSK- kaup á rafmagnstímatökutækjum -

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2007.

Fyrirspurn frá Gylfa Þorkelssyni, S-lista, og Jóni Hjartarsyni, V-lista:
Hvaða rök mæla með því ójafnræði í stjórnsýslu að samþykkja styrkbeiðni HSK undanbragðalaust í bæjarráði en vísa styrkbeiðni frjálsíþróttadeildar UMFS í næsta lið hér á undan til íþrótta- og tómstundanefndar?

11.  Erindi til kynningar:

 

a) 0601071
Ályktun aðalfundar Suðurlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands - frá 12.10.06

Bæjarráð þakkar bréfið og tekur undir ályktunina og mun vinna að málinu af fullum krafti hér eftir sem hingað til.

b) 0511085
Ályktun Landssamtaka Þroskahjálpar - frá 14. október s.l.

Bókun:
Undirritaðir taka undir ályktun þroskahjálpar og leggja áherslu á að sveitarfélagið Árborg standi að þessum málum með myndarlegum hætti og félagsmálanefnd sjái um að ekki standi upp á sveitarfélagið í þessum efnum.
Jón Hjartarson, V-lista og Gylfi Þorkelsson, S-lista.


c) 0610070
Málþing Jafnréttisráðs - konur og stjórnmál -

d) 0610073
Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2005 -

Liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05

Þórunn J Hauksdóttir                                     
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Gylfi Þorkelsson                                             
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir                              
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica