Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.8.2007

16. fundur félagsmálanefndar

 

16. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 13. ágúst 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, Alma Lísa Jóhannsdóttir, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Guðmundur B. Gylfason, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir,Anný Ingimarsdóttir.

 

Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritaði fundargerð. Guðmundur B. Gylfason D-lista óskaði eftir að leita afbrigða frá fyrirhugaðri dagskrá vegna fyrirspurnar um félagslega heimaþjónustu. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  0708050 - Fyrirspurn vegna félagslegrar heimaþjónustu
Guðmundur B. Gylfason D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
"Hvernig hefur gengið að ráða í sumarafleysingar í heimaþjónustu hjá sveitafélaginu annarsvegar og hinsvegar hvort þurft hafi að skerða þjónustu niður til einstaklinga". Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur, verkefnisstjóra er falið að svara fyrirspurninni.


Erindi til kynningar:

 

2. 0707169 - Athugun - líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Lagt fram til kynningar


 

3. 0708029 - Þingsályktun - aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna - http://www.althingi.is/altext/134/s/0039.html

Lagt fram til kynningar


 

4. 0612064 - Verklagsreglur um tilkynningarskyldu til barnaverndarnefnda

Félagsmálanefnd fagnar verklagsreglunum og telur mikilvægt að fylgja þeim eftir, Anný upplýsti að farið yrði inn í leik- grunnskóla og framhaldsskóla í sveitafélaginu með kynningu fyrir allt starfsfólk.


 

5. 0708027 - Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum í Árborg

Kynnt voru drög að framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum, nefndin mun hittast á vinnufundi 17. september kl 17:15 í Ráðhúsi Árborgar.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Kristín Eiríksdóttir                                
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir                     
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir                    
Anný Ingimarsdóttir


 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica