16. fundur fagráði sérdeildar
Fundur í fagráði sérdeildar Suðurlands haldinn þann 17. október 2007 í Sunnulækjar-skóla kl. 14:00.
Eftirtaldir voru mættir: Unnur Brá Konráðsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Birgir Edwald, Kristín Björk Jóhannsdóttir og Sigurður Bjarnason, sem ritaði fundargerð.
•1. Starfsemi Sérdeildar Suðurlands skólaárið 2007 - 2008.
Kristín Björk deildarstjóri fór yfir starf sérdeildarinnar við upphaf skólaárs.
Í deildinni eru 18 nemendur frá 6 skólum, víðsvegar um Suðurland.
Starfið í deildinni hefur farið vel af stað, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika vegna þess að framkvæmdum við 2. áfanga Sunnulækjarskóla hefur seinkað.
Auk deildarstjóra eru 9 starfsmenn sem vinna í deildinni í 7 ½ stöðugildi, þar af er kennslukraftur frá Sunnulækjarskóla í ½ stöðugildi.
•2. Umfjöllun um starfsreglur Sérdeildar Suðurlands og starfsreglur fagráðs.
Fundarmenn komu með ábendingar varðandi reglurnar og ákveðið að senda inn athugasemdir og tillögur til verkefnisstjóra fræðslumála hjá Árborg.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald
Unnur Brá Konráðsdóttir
Elínborg Sigurðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kristín Björk Jóhannsdóttir